Á 25 hljóðfæri og spilar á þau öll

Salka Sól Eyfeld og Steinunn Jónsdóttir.
Salka Sól Eyfeld og Steinunn Jónsdóttir. mbl.is/Kristinn

Amabadömurnar Steinunn Jónsdóttir og Salka Sól Eyfeld eru fyrstu íslensku reggísöngkonurnar. Steinunn var í kór, lærði dans, einsöng og á víólu á meðan Salka er mjög liðtækur tónlistarmaður auk þess að vera söngkona. Hún á 25 hljóðfæri og spilar á þau öll.

„Ég held það sé ekkert hljóðfæri sem ég hef lagt frá mér án þess að kunna eins og eitt lag á það,“ segir Salka.

Eina hjóðfærið sem hún spilar ekki á er sekkjapípa en þar spilar skortur á aðgengi stærra hlutverk en annað. „Það er víst bara einn maður á landinu sem á sekkjapípu. Mig vantar að hafa uppi á þessum manni,“ grínast hún.

Fengu borgað með húðflúri

Steinunn og Salka voru saman í rappsveitinni Reykjavíkurdætrum. Þær eru ekki virkar Reykjavíkurdætur en gefa þó ekki titilinn upp á bátinn. „Einu sinni Reykjavíkurdóttir, alltaf Reykjavíkurdóttir. Svona eins og í skátunum,“ segja þær.

Þær segja Reykjavíkurdætur skemmtilegan félagsskap, sem snúist líka um að virkja konur. Dæturnar eru líka allar með húðflúr, öfugan þríhyrning með punktum uppi á, sem er tákn fyrir kvenlega orku. „Við vorum að spila á tattúráðstefnu og fengum borgað með tattúi,“ segir Steinunn.

Steinunn og Salka eru í ítarlegu viðtali í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins um helgina. AmabAdamA sendir frá sér nýja breiðskífu Heyrðu mig nú í næstu viku en sveitin sló í gegn í sumar með danssmellinum „Hossa, hossa“.

Salka Sól Eyfeld og Steinunn Jónsdóttir.
Salka Sól Eyfeld og Steinunn Jónsdóttir. mbl.is/Kristinn
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert