Flugvélar oftar afgreiddar á fjarstæði

Flugvél afgreidd á fjarstæði.
Flugvél afgreidd á fjarstæði. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Farþegaþotur sem koma á Keflavíkurflugvöll eru í vaxandi mæli afgreiddar á stæðum nokkuð frá flugstöðinni, í stað þess að koma að tengibrúm sem henni tengjast.

Í sumar voru stundum allt að sjö vélar í einu á stæðum á álagstímunum sem eru árla morguns, síðdegis og um miðnætti.

„Þetta var skjótasta og einfaldasta lausnin til þess að auka afköst við afgreiðslu á flugvellinum,“ segir Friðþór Eydal hjá Isavia í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að ætla megi að hvert nýtt flugvélastæði með tengibrú við flugstöðina kosti 1,1 milljarð kr. hið minnsta.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert