Frumvarp um stjórn fiskveiða á lokastigi

Jón Gunnarsson, formaður atvinnuveganefndar, segir stefnt að því að nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða verði lagt fram á þingi í nóvember.

Fulltrúar atvinnuveganefndar funduðu með embættismönnum í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu í gær til að fara yfir undirbúning að nýja frumvarpinu.

Jón segir fundinn hafa verið framhald af upplýsingafundum sem haldnir voru með fulltrúum allra flokka. „Þessi vinna byggist á þeirri aðferðafræði sem var mörkuð með sáttanefndinni. Sú vinna er ekki komin á endastöð. Það er þó farið að síga á seinni hlutann í henni,“ segir Jón meðal annars í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert