Líklega metvöxtur stafafuru

Skógrækt.
Skógrækt.

Góðar líkur eru taldar á að vöxtur stafafuru einnar í þjóðskóginum á Höfða, austur á Héraði, milli ára hafi slegið Íslandsmetið.

Fjallað er um málið á vef Skógræktar ríkisins en þar segir að toppsprotinn á stöku furutré í þjóðskóginum á Höfða hafi vakið sérstaka athygli á dögunum þegar Héraðs- og Austurlandsskógar héldu þar námskeið í umhirðu ungskóga.

„Mælistöngin góða var dregin upp og reyndist árssprotinn 2014 vera 105 cm langur – 1,05 metrar. Þetta er að öllum líkindum met fyrir stafafuru á Íslandi,“ segir á vefnum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert