Nota hestinn í heilsutengda ferðaþjónustu

„Hér liggja gríðarleg tækifæri í hestaferðaþjónustu. Ísland er markaðssett meðal annars með íslenska hestinum. Margir ferðamenn sem koma hingað sækja í náttúruna, vilja upplifa hana og þar með komast í snertingu við íslenska hestinn.“

Þetta segir Ingibjörg Sigurðardóttir, lektor við ferðamáladeild Háskólans á Hólum í Morgunblaðinu í dag. Hún hefur rannsakað hestaferðaþjónustu í rúman áratug. Í dag heldur hún erindi í málstofunni Mótunarafl ferðamennsku í Þjóðarspegli Háskóla Íslands.

Meðal annars segir hún í blaðinu sóknarfærin mörg hér á landi þar sem mikill vöxtur sé í ferðaþjónustunni og samhliða því hafi fagmennska og vöruþróun í greininni aukist.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert