Slash á sitt eigið tilfinningatákn

Slash er á leið til landsins.
Slash er á leið til landsins. mbl.is/Travis Shinn

Gítargoðið Slash er hæfileikaríkur teiknari og á sitt eigið tilfinningatákn (e. emoticon) sem hann fann uppá sjálfur sem lítur svona út: iiii]; )’

„Þetta er bara eitthvað sem mér datt í hug,“ segir hann en það geta fæstir státað af þessu. Slash er líka auðþekkjanlegur með pípuhattinn og sígarettuna í munnvikinu þó hann hafi nú lagt hana frá sér.

„Ég stunda þetta ekki í raun, aðallega því að teiknilistin er ekki eitthvað sem ég stunda sem áhugamál. Þetta er samt hæfileiki sem ég fæddist með en ég ætlaði mér aldrei að gera feril úr því. Ég teikna og hef gaman af því og geri það þegar mig langar til þess. Mig langar ekki til þess að verða listamaður og æfi mig ekki þannig séð.“

Ekki breyst í heilsufrík

Hann hefur verið edrú síðustu ár „Augljóslega eyði ég meiri tíma í vinnu en áður. En hvað varðar lífsstílinn þá finnurðu aðra hluti til að fylla upp í tímann sem þú eyddir í að drekka og nota heróín. Það er meiri skýrleiki. En það eru líka margir hlutir sem breytast ekki.“

Hefurðu tekið upp einhverja sérstaklega heilsusamlega vana í stað gömlu vananna?

„Aðallega að semja tónlist í meira mæli. Ég er ekki orðinn neitt heilsufrík. Ég er ekki staðráðinn í því að stunda einhverja sjálfsverndun,“ segir hann sem ætti ekki að koma á óvart frá manni sem hefur sent frá sér plötu sem heitir Appetite for Destruction.

Slash er í viðtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins um helgina. Í viðtalinu kemur fram að hann minnir að hafa spilað á Íslandi með Guns N' Roses á tíunda áratuginum. Þó það hafi því miður ekki gerst spilar Slash ásamt Myles Kennedy and the Conspirators í Laugardalshöll laugardaginn 6. desember.

Hljómsveitin Slash featuring Myles Kennedy and the Conspirators.
Hljómsveitin Slash featuring Myles Kennedy and the Conspirators. mbl.is/Travis Shinn
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert