80 skjálftar á sólarhring

Eldgosið í Holuhrauni
Eldgosið í Holuhrauni mbl.is/Rax

Um 80 jarðskjálftar hafa mælst við Bárðarbungu síðasta sólarhringinn, samkvæmt upplýsingum frá jarðvársviði Veðurstofu Íslands.

Einn skjálfti var stærri en fimm stig og varð hann í gærkvöldi kl. 21:32 5,2 að stærð. Á annan tug skjálfta hafa verið fjögur stig eða stærri, þar af sjö það sem af er þessum degi.

Ekkert sést til gossins á vefmyndavélum, segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert