Byssumaður handtekinn á Þórshöfn

Þórshöfn á Langanesi
Þórshöfn á Langanesi mbl.is/Líney Sigurðardóttir

Sérsveitarmenn frá Akureyri og lögreglan á Húsavík handtóku mann á Þórshöfn laust eftir klukkan 11 í morgun en tilkynnt hafði verið að hann væri vopnaður haglabyssu í bænum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Húsavík er verið að flytja manninn á lögreglustöð þar sem hann verður yfirheyrður. Tilkynning um að vopnaður maður væri á ferð á Þórshöfn barst lögreglunni um hálfsjöleytið í morgun.

Ekki er upplýst frekar um málið að svo stöddu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert