Óskað eftir tilboðum í húsin við Laugaveg 1

Ýmsar verslanir hafa verið reknar í húsinu við Laugaveg 1, …
Ýmsar verslanir hafa verið reknar í húsinu við Laugaveg 1, sem á sér langa sögu, en Vísir þó langlengst, eða frá 1915. mbl.is/Árni Sæberg

Laugavegur 1 er til sölu. Eignin, sem stendur á mótum Laugavegar, Bankastrætis og Skólavörðustígs, samanstendur af framhúsi sem er 336,5 fermetrar og 350 fermetra bakhúsi.

Í framhúsinu eru reknar verslanirnar Vísir, sem var stofnuð í húsinu 1915, og minjagripaverslunin The Viking en í bakhúsinu hefur fengist leyfi til að byggja fjórar íbúðir og skrifstofur. Samkvæmt skipulagi má byggja allt að 730 fermetra til viðbótar við þær byggingar sem fyrir eru á reitnum en heildarbyggingamagn má ekki fara yfir 1.417 fermbetra.

Sverrir Kristinsson, framkvæmdastjóri Eignamiðlunar, sem hefur Laugaveg 1 á skrá, segir að óskað sé eftir tilboðum í eignina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert