Reyndu að hindra handtöku

Ljósmynd/Kristinn Freyr Jörundsson

Lögreglan handtók ökumann bifreiðar við Geirsgötu um fimmleytið í morgun en hann reyndist ölvaður. Félagar hans, sem reyndu að hindra handtökuna, voru einnig handteknir.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni reyndi ökumaðurinn að komast undan á hlaupum en lögreglan hljóp hann uppi. Tveir farþegar sem voru í bifreiðinni reyndu að hindra handtökuna en voru sömuleiðis handteknir. Fólkið var fært í fangaklefa og bíður skýrslutöku.

Á sjötta tímanum í morgun var tilkynnt um líkamsárás á Laugavegi. Árásarmaðurinn var farinn af vettvangi en fórnarlambið var flutt á slysadeild til aðhlynningar.  Meiðsl ekki mikil.

Um sjöleytið var síðan tilkynnt um innbrot á veitingahús í borginni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert