Mikil mengun á Húsavík

Gasmóðu leggur frá eldgosinu í Holuhrauni.
Gasmóðu leggur frá eldgosinu í Holuhrauni. mbl.is/RAX

Nú mælist styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO2) á Húsavík og nágrenni yfir 4800 míkrógrömm á rúmmetra og eru íbúar hvattir til að kynna sér viðbrögð við SO2-mengun á vefsíðunni www.loftgædi.is og á vefsíðu almannavarna um eldgosiðen þar má nálgast ýmsar hagnýtar upplýsingar um mengunina frá Holuhrauni.

Send hafa verið út viðvörunarskilaboð í farsíma á Húsavík og nágrenni.

Á vefsíðu Umhverfisstofnunar má nálgast upplýsingar um styrk SO2 bæði þar sem mælingar eru á sjálfvirkum mælistöðvum og þar sem mælt er með handmælum.  

Í Reykjahlíð og víða á Suðvesturlandi mælist styrkur, sem er slæmur fyrir viðkvæma (700 - 1000 µg/m³ ) á sjálfvirkum mælistöðvum og þar sem handmælar mæla styrk er styrkur 800 µg/m³ í Skaftafelli, sem er slæmt fyrir viðkvæma og á Húsavík er styrkur óhollur eða 4800 µg/m³  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert