Þokaðist ekki í deilu lækna

Skurðlæknafélag Íslands fundaði í dag með samninganefnd ríkisins vegna kjaradeilunnar en viðsemjendur komst lítt áfram. Fundi var slitið eftir um klukkustund og er næsti fundur ekki boðaður fyrr en í næstu viku. Verkfall skurðlækna stendur yfir og verða þeir í verkfalli þar til klukkan 16 á fimmtudag.

Næsti samningafundur hjá Læknafélagi Íslands er á morgun en verkfall félagsins skarast á við verkfall skurðlækna. Eins og fram kom í grein formanns Læknafélags Íslands í Læknablaðinu eru kjör hér á landi engan veginn samkeppnishæf við það sem býðst í nágrannalöndum okkar. Um það snúist kjaradeilan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert