Tónlistarkennarar sáu spóa í Hörpu

Tónlistarkennarar syngja í Hörpu.
Tónlistarkennarar syngja í Hörpu. Kristinn Ingvarsson

Tónlistarskólakennarar komu saman í Hörpu í kvöld til að minna á málstað sinn, en þeir benda á að staðan í kjaraviðræðum Félags tónlistarskólakennara sé mjög alvarleg. Kennararnir mættu svartklæddir og sungu lagið Sá ég spóa í fjórfaldri keðju aftur og aftur í um það bil fimmtán mínútur.

Upplýsingum um verkfallið var dreift til gesta og gangandi á íslensku og ensku enda mikill fjöldi ferðamanna og erlendra blaðamanna í Reykjavík vegna tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert