Upplýsir ekki um heildarlaun

Af Facebook síðu Þóru

Þóra Elísabet Kristjánsdóttir, námslæknir á Landspítalanum, sem jafnframt starfar hjá Heilsugæslunni á Egilsstöðum, birti launaseðil sinn vegna útgreiddra launa frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu 1. september sl. á samskiptavefnum Facebook í liðinni viku. Þar kom fram að heildarlaun hennar voru fyrir 100% dagvinnu tæpar 437 þúsund krónur. Morgunblaðið hefur heimildir fyrir því að fyrir sama tíma hafi hún fengið um 1,5 milljónir króna fyrir störf sín fyrir austan.

Þóra Elísabet sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að ástæða þess að hún birti þennan seðil hefði verið sú að hún vildi sýna hversu lág launin væru fyrir 100% dagvinnu. „Það eru bara sjálfsögð mannréttindi að geta lifað af dagvinnulaununum,“ sagði hún.

Aðspurð hvort hún vildi staðfesta launagreiðslu upp á 1,5 milljónir króna á Egilsstöðum, sagði Þóra Elísabet:

Dagvinnulaunin aðalatriðið

„Ég hef aldrei haldið því fram að þetta væru heildarlaunin mín, sem voru á launaseðlinum sem ég birti. Ég ætla ekkert að tjá mig um það hvað ég fékk í laun fyrir austan á þessu tímabili. Mín barátta er um að fá mannsæmandi dagvinnulaun. Ég er með aðskilda launaseðla, annars vegar fyrir dagvinnu og yfirvinnu fæ ég borgaða sér.“

Aðspurð hvort hún teldi svona kjarabaráttu vera fullkomlega heiðarlega, að upplýsa aðeins um lítinn hluta launa sinna, sagði Þóra Elísabet: „Það skiptir engu máli hvort ég er á sólarhringsvöktum úti á landi, daginn út og daginn inn. Baráttan stendur um að bæta dagvinnulaunin.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert