Tvöfaldur íbúafjöldi landsins í Bláa lónið

Lúxushótel og veitingastaður verða í byggingum sem reistar verða í …
Lúxushótel og veitingastaður verða í byggingum sem reistar verða í hrauninu, í framhaldi af veitingastaðnum Lava. Nýju byggingarnar eru sýndar til vinstri á myndinni, umluktar nýju lóni. Tölvuteikning/Bláa lónið

Reiknað er með að rúmlega tvöfaldur íbúafjöldi landsins heimsæki Bláa lónið í ár. Útlit er fyrir að fjöldinn nái 700 þúsund gesta markinu, 50 þúsund fleiri en á síðasta ári.

Bláa lónið er að hefja framkvæmdir við stækkun lónsins og tvöföldun húsakosts, meðal annars með byggingu 60 herbergja lúxushótels við lónið.

150 starfsmenn verða við uppbygginguna á þessum tíma og varanlegum störfum fjölgar um 100 þegar starfsemi hefst, að því er fram kemur í Morgublaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert