Telur ásetning ekki fyrir hendi

Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson.
Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki hefði verið sakfellt í Al Thani-málinu samkvæmt dönskum lögum, þar sem hvorki hefði verið sannað að ásetningur til umboðssvika hefði verið fyrir hendi né að markaðsmisnotkun hefði átt sér stað. Þetta er mat Eriks Werlauff, lagaprófessors við Álaborgarháskóla, sem unnið hefur lögfræðilegt mat á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir verjendur þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi. Werlauff gagnrýnir einnig rannsókn málsins og telur hana stangast í veigamiklum atriðum á við Mannréttindasáttmála Evrópu.

Þeir Hreiðar Már, Ólafur, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hlutu allir fangelsisdóma á bilinu þrjú til fimm og hálft ár í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember síðastliðnum fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og fyrir markaðsmisnotkun, með þætti sínum í sölu á hlutabréfum í Kaupþingi til Mohammeds Al Thanis, sjeiks frá Katar. Verjendur áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar og verður málið tekið fyrir 26. janúar næstkomandi.

Í kjölfar dómsins báðu verjendur þeirra Hreiðars Más og Ólafs Erik Werlauff að fara yfir dóminn og veita lögfræðilegt álit á efni hans, en Werlauff hefur verið prófessor í viðskipta- og fyrirtækjarétti við háskólann í Álaborg frá árinu 1989. Lars Bo Langsted, prófessor í refsirétti við Álaborgarháskóla, veitti síðan verjendum umsögn um álit Werlauffs og tók undir það í meginatriðum. Werlauff fékk aðgang að þeim gögnum málsins sem hann bað um, en þar á meðal voru ákærur í málinu, greinargerðir, þýðingar á lagaákvæðum og skýrslur lykilvitna. Samkvæmt heimildum blaðsins fékk Werlauff greitt fyrir þann tíma sem hann lagði í gerð skýrslunnar.

Enginn auðgunarásetningur

Werlauff fer yfir dóm héraðsdóms út frá dönskum lögum, Evrópurétti og Mannréttindasáttmála Evrópu. Niðurstaða hans er sú, að ekki hefði verið sakfellt fyrir umboðssvik að dönskum rétti, þar sem tvo grundvallarþætti skorti til þess. Í fyrsta lagi hefði þurft að sanna ásetning sakborninga til þess að hagnast sjálfir eða tryggja þriðja aðila hagnað á viðskiptunum. Í öðru lagi hefði þurft að sýna fram á að ásetningur sakborninga hefði verið sá að valda Kaupþingi skaða. Kemst Werlauff að þeirri niðurstöðu að sakborningar hafi þvert á móti reynt að auka hagnað Kaupþings með því að koma í verð hlutabréfum í eigu bankans sem annars væru verðlaus. Werlauff rökstyður skoðun sína með því að nefna nokkur fordæmi úr dönskum rétti, þar sem sýknað var fyrir skort á ásetningi. Werlauff tekur fram að í tilviki umboðssvika hefði ekki verið hægt að gera Hreiðar Má ábyrgan fyrir mistökum undirmanna sinna, þar sem hann vissi ekki af þeim.

Raunveruleg sala á bréfunum

Werlauff lagði einnig mat á þann hluta dómsins sem sneri að markaðsmisnotkun. Er það niðurstaða hans að ekki hefði heldur verið sakfellt fyrir þann þátt málsins að dönskum rétti, þar sem sala hlutabréfanna til Q Iceland Finance, félags Al Thanis, hefði verið raunveruleg sala og Al Thani hefði við hana orðið hinn raunverulegi eigandi hlutabréfanna. Hann myndi því bera þann hagnað eða það tap sem yrði á verði bréfanna.

Í dómi héraðsdóms var komist að þeirri niðurstöðu að Kaupþingi hefði verið skylt að tilkynna það til Kauphallar Íslands að Ólafur Ólafsson átti eitt af þeim fyrirtækjum sem komu að fjármögnun sölunnar til Al Thanis. Werlauff hafnar því með vísun í tilskipanir Evrópusambandsins, sem einnig gilda hér á landi. Kaupþing hefði hvorki haft þá skyldu né nokkurn rétt til þess að tilkynna fjármögnun sölunnar og hefði bankinn í raun orðið brotlegur við lög um bankaleynd hefði hann gert það.

„Svívirðileg“ framkoma

Sterkt er tekið til orða í áliti Werlauffs um þá ákvörðun sérstaks saksóknara að láta alþjóðalögregluna Interpol lýsa eftir Sigurði Einarssyni. Segir hann, að ef atburðarásinni sé rétt lýst fyrir sér, sé framkoma ákæruvaldsins „svívirðileg“ og geti líklega talist brot á tveimur greinum Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð, sér í lagi ákvæðið um að menn teljist saklausir uns sekt sannast og friðhelgi einkalífs.

Á þeim tíma stóð eingöngu til að yfirheyra Sigurð og vitað var hvar hann hélt sig. Lögregla og saksóknari hefðu því verið í slæmri trú þegar þau lýstu eftir Sigurði sem flóttamanni.

Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson.
Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
Björn Þorvaldsson saksóknari (til hægri) og aðstoðarfólk hans. Björn var ...
Björn Þorvaldsson saksóknari (til hægri) og aðstoðarfólk hans. Björn var saksóknari í Al-Thani-málinu. mbl.is/Ómar

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vara við snjókomu og vindi

05:56 Útlit er fyrir hvassa norðanátt næstu daga með snjókomu eða éljum norðan- og austanlands, en varasömum vindstrengjum á sunnanverðu landinu. Meira »

Ók á hús í Árbæ

05:51 Í gærkvöldi var ekið á hús í Hraunbæ í Árbæjarhverfi. Ökumaður og farþegi voru handteknir í kjölfarið.  Meira »

Kaflaskil í verðbólguþróun

05:30 Vísbendingar eru um að vægi húsnæðisliðarins í verðbólgu muni fara minnkandi á næstunni. Sá liður hefur verið drifkraftur verðbólgu. Án hans hefði verið verðhjöðnun á Íslandi samfellt frá því í júlí í fyrra. Meira »

Fnykur sagður „gjörsamlega ólíðandi“

05:30 „Það er ótækt að íbúar líði fyrir þann óþef sem frá þessari starfsemi stafar,“ segir í bókun hverfisráðs Grafarvogs sem lögð var fram á fundi borgarráðs í síðustu viku. Meira »

Greiða sífellt meira til FME

05:30 Íslenskir lífeyrissjóðir munu greiða rúmar 304 milljónir króna til Fjármálaeftirlitsins í formi eftirlitsgjalda á þessu ári.  Meira »

Viðbúnaður í endurskoðun

05:30 Komi ekki frekari upplýsingar frá vísindamönnum um hættu á eldgosi í Öræfajökli væntir lögregla þess að í dag megi aflétta viðbúnaðarstigi við fjallið. Meira »

Formenn funduðu fram á kvöld

05:30 Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðisflokks, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks héldu áfram í gær og miðar vel, að því er framkemur í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Geti átt lögheimili í frístundabyggð

05:30 Starfshópur sem vinnur að endurskoðun laga um lögheimili og tilkynningu aðsetursskipta hefur til skoðunar að einstaklingum verði heimilað að skrá lögheimili sitt í frístundabyggðum og í atvinnuhúsnæði. Meira »

Annað símanúmer birtist

05:30 Viðskiptavinur Vodafone lenti í þeirri furðulegu uppákomu á dögunum að þegar hann hringdi úr heimasíma sínum í móður sína birtist annað númer á skjánum hjá henni en hann hringdi úr. Meira »

Tilboð í Eldvatnsbrú yfir áætlunum

05:30 Þau tvö tilboð sem bárust í byggingu nýrrar brúar yfir Eldvatn við Eystri-Ása í Skaftártungu og 920 metra vegarspotta að henni eru langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar. Meira »

„Þeir höfðu keypt gallað hús“

Í gær, 22:01 „Lífeyrissjóðirnir selja húsið ódýrara en samningurinn kveður á um og afsala sér rétti til þeirra tekna sem þeim voru áskyldar í leigusamningi,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri Orkuveitunnar, um kaup félagsins á húseignunum á Bæjarhálsi 1. Meira »

Vegum lokað vegna veðurs

Í gær, 21:59 Norðanstormur og hríð er víða á Norðurlandi og af þeim sökum er búið að loka veginum um Ólafsfjarðarmúla. Áður hafði Siglufjarðarvegi verið lokað síðdegis en snjóflóð féll á veginn. Meira »

Breið stjórn og uppbygging – kunnuglegt?

Í gær, 21:21 Fari svo að ríkisstjórn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins verði að veruleika eins og virðist stefna í verður um sögulegan atburð að ræða enda hafa Sjálfstæðisflokkurinn og flokkurinn lengst til vinstri á Alþingi ekki starfað saman í ríkisstjórn síðan í nýsköpunarstjórninni svonefndri. Meira »

Kynnir háskólanemum landið

Í gær, 20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

Í gær, 19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Skólpið í rétta átt á tveimur hótelum

Í gær, 20:46 Í lok nóvember verður lokið við að reisa nýtt viðbótarhreinsivirki fyrir skólp á Foss-hótelinu Vatnajökli á Lindarbakka við Höfn. Í september gerði Heil­brigðis­eft­ir­lit Aust­ur­lands at­huga­semd­ir við lé­lega skólp­hreins­un hótelsins og veitti frest til úrbóta til 20. nóvember, í dag. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

Í gær, 19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

Í gær, 19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
Náttfatnaður
Náttserkir, náttkjólar, náttföt og sloppar Meyjarnar Mjódd sími 553 3305...
Íslensk fornrit og Saga Íslands
Íslensk fornrit til sölu, Íslendingasögur og Landnáma, bindi 1-12 og 14. Saga ...
PL Crystal Line, heitustu úrin í Paris.
Með SWAROVSKI kristals skífu, 2ja ára ábyrgð. Sama verð og í heimalandinu 16 til...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...