Telur ásetning ekki fyrir hendi

Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson.
Sigurður Einarsson og Ólafur Ólafsson. mbl.is/Ómar Óskarsson

Ekki hefði verið sakfellt í Al Thani-málinu samkvæmt dönskum lögum, þar sem hvorki hefði verið sannað að ásetningur til umboðssvika hefði verið fyrir hendi né að markaðsmisnotkun hefði átt sér stað. Þetta er mat Eriks Werlauff, lagaprófessors við Álaborgarháskóla, sem unnið hefur lögfræðilegt mat á dómi Héraðsdóms Reykjavíkur fyrir verjendur þeirra Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, og Ólafs Ólafssonar, fyrrverandi hluthafa í Kaupþingi. Werlauff gagnrýnir einnig rannsókn málsins og telur hana stangast í veigamiklum atriðum á við Mannréttindasáttmála Evrópu.

Þeir Hreiðar Már, Ólafur, Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings banka í Lúxemborg, og Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hlutu allir fangelsisdóma á bilinu þrjú til fimm og hálft ár í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember síðastliðnum fyrir umboðssvik eða hlutdeild í umboðssvikum og fyrir markaðsmisnotkun, með þætti sínum í sölu á hlutabréfum í Kaupþingi til Mohammeds Al Thanis, sjeiks frá Katar. Verjendur áfrýjuðu dómnum til Hæstaréttar og verður málið tekið fyrir 26. janúar næstkomandi.

Í kjölfar dómsins báðu verjendur þeirra Hreiðars Más og Ólafs Erik Werlauff að fara yfir dóminn og veita lögfræðilegt álit á efni hans, en Werlauff hefur verið prófessor í viðskipta- og fyrirtækjarétti við háskólann í Álaborg frá árinu 1989. Lars Bo Langsted, prófessor í refsirétti við Álaborgarháskóla, veitti síðan verjendum umsögn um álit Werlauffs og tók undir það í meginatriðum. Werlauff fékk aðgang að þeim gögnum málsins sem hann bað um, en þar á meðal voru ákærur í málinu, greinargerðir, þýðingar á lagaákvæðum og skýrslur lykilvitna. Samkvæmt heimildum blaðsins fékk Werlauff greitt fyrir þann tíma sem hann lagði í gerð skýrslunnar.

Enginn auðgunarásetningur

Werlauff fer yfir dóm héraðsdóms út frá dönskum lögum, Evrópurétti og Mannréttindasáttmála Evrópu. Niðurstaða hans er sú, að ekki hefði verið sakfellt fyrir umboðssvik að dönskum rétti, þar sem tvo grundvallarþætti skorti til þess. Í fyrsta lagi hefði þurft að sanna ásetning sakborninga til þess að hagnast sjálfir eða tryggja þriðja aðila hagnað á viðskiptunum. Í öðru lagi hefði þurft að sýna fram á að ásetningur sakborninga hefði verið sá að valda Kaupþingi skaða. Kemst Werlauff að þeirri niðurstöðu að sakborningar hafi þvert á móti reynt að auka hagnað Kaupþings með því að koma í verð hlutabréfum í eigu bankans sem annars væru verðlaus. Werlauff rökstyður skoðun sína með því að nefna nokkur fordæmi úr dönskum rétti, þar sem sýknað var fyrir skort á ásetningi. Werlauff tekur fram að í tilviki umboðssvika hefði ekki verið hægt að gera Hreiðar Má ábyrgan fyrir mistökum undirmanna sinna, þar sem hann vissi ekki af þeim.

Raunveruleg sala á bréfunum

Werlauff lagði einnig mat á þann hluta dómsins sem sneri að markaðsmisnotkun. Er það niðurstaða hans að ekki hefði heldur verið sakfellt fyrir þann þátt málsins að dönskum rétti, þar sem sala hlutabréfanna til Q Iceland Finance, félags Al Thanis, hefði verið raunveruleg sala og Al Thani hefði við hana orðið hinn raunverulegi eigandi hlutabréfanna. Hann myndi því bera þann hagnað eða það tap sem yrði á verði bréfanna.

Í dómi héraðsdóms var komist að þeirri niðurstöðu að Kaupþingi hefði verið skylt að tilkynna það til Kauphallar Íslands að Ólafur Ólafsson átti eitt af þeim fyrirtækjum sem komu að fjármögnun sölunnar til Al Thanis. Werlauff hafnar því með vísun í tilskipanir Evrópusambandsins, sem einnig gilda hér á landi. Kaupþing hefði hvorki haft þá skyldu né nokkurn rétt til þess að tilkynna fjármögnun sölunnar og hefði bankinn í raun orðið brotlegur við lög um bankaleynd hefði hann gert það.

„Svívirðileg“ framkoma

Sterkt er tekið til orða í áliti Werlauffs um þá ákvörðun sérstaks saksóknara að láta alþjóðalögregluna Interpol lýsa eftir Sigurði Einarssyni. Segir hann, að ef atburðarásinni sé rétt lýst fyrir sér, sé framkoma ákæruvaldsins „svívirðileg“ og geti líklega talist brot á tveimur greinum Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta málsmeðferð, sér í lagi ákvæðið um að menn teljist saklausir uns sekt sannast og friðhelgi einkalífs.

Á þeim tíma stóð eingöngu til að yfirheyra Sigurð og vitað var hvar hann hélt sig. Lögregla og saksóknari hefðu því verið í slæmri trú þegar þau lýstu eftir Sigurði sem flóttamanni.

Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson.
Hörður Felix Harðarson og Hreiðar Már Sigurðsson. mbl.is/Ómar Óskarsson
Björn Þorvaldsson saksóknari (til hægri) og aðstoðarfólk hans. Björn var ...
Björn Þorvaldsson saksóknari (til hægri) og aðstoðarfólk hans. Björn var saksóknari í Al-Thani-málinu. mbl.is/Ómar

Bloggað um fréttina

Innlent »

Útgerðum fækkað um 60% á tólf árum

13:23 Útgerðarfyrirtækjum með aflahlutdeild hefur fækkað um næstum 60% á tólf árum. Alls áttu 946 útgerðarfyrirtæki aflahlutdeild á fiskveiðiárinu 2005/2006 en nú deila 382 fyrirtæki hlut í aflanum. Fjöldi úthlutaðra þorskígildistonna er þá næstum sá sami, eða um 400 þúsund tonn. Meira »

Stöðva viðskipti með pyntingartól

12:47 Alþjóðabandalagi um pyntingalaus viðskipti hefur verið hleypt af stokkunum. Ísland gerðist í gærkvöldi aðili að bandalaginu. Þetta er sameiginlega átak Evrópusambandsins með aðild alls 58 landa og miðar að því að stöðva viðskipti með varning sem beitt er við dauðarefsingar og pyntingar. Meira »

Brynjar: „Ég var drekinn“

12:24 „Ég hafði engan áhuga á að stýra þessari nefnd,” segir Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í samtali við mbl.is. Brynjar var í morgun settur af sem formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Meira »

„Holskefla“ umsókna eftir mál Árna

12:15 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra sagði á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar að umfjöllun fjölmiðla um tiltekin mál varðandi uppreist æru, þar á meðal mál Árna Johnsen, hafi valdið því að holskefla af slíkum umsóknum hafi borist dómsmálaráðuneytinu í gegnum árin. Meira »

Örvar Már kjörinn formaður Snæfells

12:10 Örvar Már Marteinsson hefur verið kjörinn formaður Snæfells, stærsta svæðisfélags Landssambands smábátaeigenda. Örvar tekur við af Guðlaugi Gunnarssyni sem gegnt hefur formennsku undanfarin tvö ár en gaf ekki kost á sér áfram. Meira »

Sigríður: Fölsuð skjöl eru lögreglumál

11:30 „Komist menn að því að undirritun hafi verið fölsuð er það auðvitað bara lögreglumál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun. Hún ræddi þar reglur og framkvæmd þeirra um uppreista æru. Meira »

Dró umsókn um uppreist æru til baka

11:01 Maður sem var dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn barni dró umsókn sína um uppreist æru til baka í morgun.  Meira »

Sigríður: „Afskaplega ómaklegt“

11:13 „Ég frábið mér þennan málflutning og ásakanir á hendur mér eða ráðuneytinu um að það hafi verið einhver leyndarhyggja eða þöggun í tengslum við þetta mál,“ sagði Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem núna stendur yfir. Meira »

Dýraníð á ný í Hveragerði

10:57 Ungur drengur í Hveragerði gekk fram á tvo dauða ketti í bænum á laugardag. Kettirnir höfðu greinilega hlotið mjög slæma meðferð, en annar kötturinn var til að mynda sundurskorinn. Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt málið og hefur það nú til rannsóknar. Meira »

Brynjar hættir sem formaður

10:49 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, hefur verið kjörinn formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.   Meira »

Fagnar „fullnaðarsigri“

10:47 „Ég fagna þessum fullnaðarsigri og þakka öllum þeim sem lögðu okkur lið í þessu mikilvæga máli. Þetta er mjög ánægjuleg niðurstaða fyrir allt og alla,“ segir Skúli Mogensen, for­stjóri WOW air, sem er einn af þeim fimm­tíu einstaklingum sem höfðuðu dómsmál gegn Silicor Mater­ials Inc. Meira »

Ágætur afli, en löng sigling

10:28 Undanfarið hafa íslensku uppsjávarskipin veitt ágætlega af makríl í síldarsmugunni, alþjóðlega hafsvæðinu á milli Íslands og Noregs. Á svipuðum slóðum hafa einnig verið skip frá Hollandi, Rússlandi og fleiri þjóðum. Meira »

Guðfinna vill leiða í Reykjavík norður

10:21 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, ætlar að sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Framsóknarflokksins í Reykjavík norður. Meira »

Eygló gefur ekki kost á sér

09:26 Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi ráðherra, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í komandi alþingiskosningum. Meira »

Sigríður aftur á fund þingnefndar

08:35 Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra mætir á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í dag. Á fundinum verður fjallað um reglur um uppreist æru. Í lok ágúst fór hún einnig á fund nefndarinnar þar sem einnig var rætt um uppreist æru. Meira »

Stöðvuðu nær 200 sendingar af melatóníni

10:05 Tollverðir hafa stöðvað 199 sendingar sem innihéldu svefnlyfið melatónín í tollpósti það sem af er þessu ári. Þar af bárust 88 sendingar á tímabilinu júní-ágúst sl. Langflestar sendinganna með melatóníni hafa borist frá netverslunum í Bandaríkjunum. Meira »

Tvær gefa ekki kost á sér

08:58 Aðeins tveir þingmenn hafa lýst því yfir að þeir gefi ekki kost á sér til endurkjörs í komandi alþingiskosningum. Sjö þingmenn eru ákveðnir eða ekki náðist í þá. Meira »

Sauðfjárbændur í mikilli óvissu

08:18 „Við erum í fullkominni óvissu um það hvað verði gert og í raun hvort eitthvað verði gert,“ segir Oddný Steina Valsdóttir, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, en fall ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar setur lausn á vanda sauðfjárbænda í uppnám. Er það mat Landssamtaka sauðfjárbænda (LS) og Bændasamtaka Íslands (BÍ). Meira »
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Íslenskir stástólar nýklæddir 4stykki og fleiri
er með nokkra Ísl. stálstóla, nýtt áklæði, í góðu standi á 12.500 kr. STYKKIÐ. ...
Flísar og Fúga Flísalagnir
Vandaðar flísalagnir. Föst verðtilboð eða tímavinna þér að kostnaðarlausu. Vöndu...
Gastro truck/veitingabíll
Til sölu ný standsettur veitingabíl með gas-grillpönnu, gas-grillofn, rafmagns p...
 
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017091919 i fjhst
Félagsstarf
? EDDA 6017091919 I Fjhst Mynd af au...
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar, útskurður, pappamódel...