Hraunbreiðan 70 ferkílómetrar

Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með svipuðum hætti og verið hefur undanfarið. Hraunbreiðan er nú um 70 ferkílómetrar. Jarðskjálftavirkni í Bárðarbungunni heldur áfram að vera mikil. Frá hádegi á föstudag hafa mælst um 200 skjálftar við Bárðarbungu. 

Þetta kom fram á fundi vísindamannaráðs í morgun.

Stærsti skjálftinn sem hefur mælst frá því á föstudag varð í gær  kl. 21:19 uppá 5,2. Alls mældust 20 skjálftar á milli 4,0 og 5,0 síðustu tvo daga.

Sigið í öskju Bárðarbungu er svipað og verið hefur undanfarnar vikur.

Alls mældust 20 smærri skjálftar við bergganginn og gosstöðvarnar í Holuhrauni. Færslur á GPS mælum sýna að heldur dregur úr landsigi að Bárðarbungu.

Gasmengun víða á vestanverðu landinu

Í dag (mánudag) berst gasmengun frá eldgosinu til vesturs af gosstöðvunum. Búast má við gasmengun víða á V-verðu landinu á svæði frá Þjórsá í suðri, vestur á Barðaströnd og norður á Húnaflóa.

Á morgun (þriðjudag) er áfram spáð vestlægri átt. Hætt er við gasmengun einnig á Vestfjörðum og víðar á Norðurlandi.

Nánar á facebooksíðu Jarðvísindastofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert