Eldur í Bankastræti 5

Búið er að ná tökum á eldinum sem geisaði í Bankastræti 5 nú fyrir skömmu. Verið er að reykræsta húsið og vinna í kringum þak og skorstein, að sögn slökkviliðsins. Eldurinn kviknaði í eldhúsi Búllunnar á B5. Staðurinn var rýmdur og starfsmenn reyndu að slökkva eldinn. Ekki er vitað um skemmdir að svo stöddu.

Mikill viðbúnaður er í Bankastræti, 4 slökkviliðsbílar og a.m.k. 4 lögreglubílar.

Fyrri frétt:

Mikill eldur geisar í Bankastræti 5. Að sögn tveggja sjónarvotta sem settu sig í samband við mbl.is er mikið lið viðbragðsbifreiða á leiðinni á staðinn.

Ekki fengust nánari upplýsingar hjá slökkviliði höfuborgarsvæðisins að svo stöddu.

Verið er að girða svæðið af. 

Uppfært kl. 20:32

Tilkynnt var um eld í Hamborgarabúllunni í Bankastræti í Reykjavík á áttunda tímanum í kvöld. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá feiti. Engan sakaði, en einhverjar skemmdir urðu í eldhúsi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. 

Unnið er að reykræstingu. Rannsókn stendur yfir, en á þessu stigi liggja ekki fyrir upplýsingar um hugsanlegar reykskemmdir í nærliggjandi fyrirtækju

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert