Katrín spyr Bjarna um leiðréttinguna

Katrín Jakobsdóttir vil vita hitt og þetta um leiðréttinguna.
Katrín Jakobsdóttir vil vita hitt og þetta um leiðréttinguna. mbl.is/Kristinn

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, vill vita hvernig heildarupphæð fjárhæðarinnar, sem varið verður til lækkunar verðtryggðra fasteignaveðlána einstaklinga, skiptist milli höfuðstólslækkunar og frádráttarliða. 

Hún vill einnig vita hverjir frádráttarliðirnir eru, hver skiptingin milli þeirra er í upphæðum. Þá vill hún einnig vita hvert heildarhlutfall beinnar höfuðstólslækkunar er, þ.e. lækkunar höfuðstóls að undanskildum frádráttarliðum, af verðtryggðum fasteignaveðlánum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í fyrirspurn sem Katrín lagði fram á Alþingi í dag og beinist hún að Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra.

Katrín vill einnig vita hversu mikið verðtryggð lán hafi hækkað frá árinu 2007, hversu mikið 20% skuldaniðurfærsla hefði lækkað verðtryggð fasteignaveðlán heimilanna og hversu mikið 250 milljarða kr. skuldaniðurfærsla hefði lækkað verðtryggð fasteignalán heimilanna.

Þá spyr Katrín Bjarna einnig um fjölda þeirra umsækjanda sem sóttu um skuldaniðurfærslu en fá enga beina höfuðstólslækkun, hversu margir framteljendur sem greiddu auðlegðarskatt fái niðurfærslu og hversu há upphæð renni til þeirra framteljenda sem borga auðlegðarskatt. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert