Margir senda Gísla Frey kveðju

Gísli Freyr Valdórsson
Gísli Freyr Valdórsson mbl.is/Golli

Margir hafa skilið eftir kveðju á Facebook-síðu Gísla Freys Valdórssonar, fyrrverandi aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, í dag eftir að ljóst var að hann hefði játað að hafa lekið upplýsingum um hælisleitandann Tony Omos til fjölmiðla. 

Er Gísla Frey meðal annars hrósað fyrir að koma hreint fram.

mbl.is hefur ítrekað reynt að ná í Gísla Frey vegna málsins en án árangurs. Hanna Birna hefur ekki tjáð sig um málið að öðru leyti en með yfirlýsingunni sem hún sendi frá sér rétt fyrir klukkan 18 í dag. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert