Biophilia á sér engin landamæri

Frá Biophilia kennsluverkefninu. Börnin nota spjaldtölvur í miklum mæli.
Frá Biophilia kennsluverkefninu. Börnin nota spjaldtölvur í miklum mæli. Mynd/Curver Thoroddsen

Norrænu samstarfi um kennsluverkefnið Biophilia verður formlega hleypt af stokkunum í vikunni. Árið 2014 fer Ísland með formennsku í norrænu ráðherranefndinni og í því felst m.a. að leiða ýmis norræn samvinnuverkefni og er Biophilia kennsluverkefnið eitt af þeim. Verkefnið er til þriggja ára, árið 2014 fer í undirbúning, 2015 í framkvæmd á Norðurlöndunum og árið 2016 í mat og eftirfylgni.

Verkefnið á uppruna sinn hér á landi þar sem Björk Guðmundsdóttir hefur þróað þessa nýstárlegu aðferð í samstarfi við Háskóla Íslands og Reykjavíkurborg. Biophilia kennsluverkefnið byggist m.a. á þeirri grunnhugmynd að best sé að börn hefji listiðkun sína með sköpun þar sem tónlist, vísindi og tækni eru samþætt á nýstárlegan hátt. Með Biophiliu aðferðinni er leitast við að brjóta upp hið hefðbundna kennsluform. Kennarar, fræði- og vísindamenn, listamenn, hugvitsmenn og aðrir þátttakendur vinna þverfaglega, á milli skólastiga,  námsgreina, vísinda og lista þar sem sköpun er notuð sem kennsluaðferð og til að örva umhverfisvitund.

Verður kennd í 3-5 skólum að  lágmarki

Á morgun munu samstarfsaðilar frá öllum fimm Norðurlöndunum auk Álandseyja, Færeyja og Grænlands koma saman á Íslandi til að taka fyrstu skrefin í norræna samstarfinu. Hvert landanna hefur skipað stýrihóp og tilgreint þau svæði þar sem Biophila verður kennd á hverju ári. Í Danmörku verður það í Álaborg, Grankulla/Kaunainen í Finnlandi, Strand í Noregi, Sundsvall í Svíþjóð, Mariehamn á Álandseyjum, Þórshöfn í Færeyjum og Sisimiut í Grænlandi. 

„Biophilia verður kennd í 3-5 skólum að lágmarki í hverju landi. Stýrihóparnir koma hingað og taka þátt í þróun verkefnisins með okkur. Það verður áhugavert að fylgjast með þessu því það eru afar fá verkefni sem hafa náð þessu víðtæka samstarfi á öllum Norðurlöndunum,“ segir Arnfríður Valdimarsdóttir, einn af verkefnastjórum Biophilia. „Stýrihóparnir eru þverfaglegir og í þeim eru fulltrúar skólayfirvalda svæðanna, menningarstofnana og háskóla- eða rannsóknarstofnana. Það kjarnar þessa þverfaglegu vinnu sem snýst um að brjóta niður landamæri og hugsa út fyrir kassann sem er eitt af grunnöflum Biophiliu.“

Auður Rán Þorgeirsdóttir, annar verkefnastjóri Biophilia bætir við að koma stýrihópana hafi tvíþætt markmið. „Það er að kynna verkefnið enn frekar og sjá til þess að undirbúa löndin og taka fyrstu skref í framkvæmd verkefnisins.“

Þær segja að fundurinn sem hefst á morgun sé ákveðinn hápunktur í Biophilia ferlinu. „Verkefnið þróaðist fyrst hérna í Reykjavík árið 2011 og var þá samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskóla Íslands og Bjarkar Guðmundsdóttur,“ segir Arnfríður. „Undanfarin ár hafa verið undirbúningur að þessu og nú er  ákveðinn hápunktur að fara að eiga sér stað.“

Útrásin dýpkar verkefnið

Með Biophiliu er reynt að brjóta upp hefðbundin kennsluform með til dæmis iPad spjaldtölvum og eru verkefnastjórarnir sammála um að það tæki hafi breytt gífurlega miklu á stuttum tíma. 

„Með þessari útrás til Norðurlandanna verður verkefnið mun dýpra. Það verður þróað nýtt kennsluefni sem á að geta nýst á fleiri stöðum en aðeins á Norðurlöndum. Kennsluverkefnið Biophilia er orðið miklu dýpra en það var og það verður notað áfram næstu ár,“ segir Auður.

Björk tekur mikinn þátt í þróuninni

Aðspurðar hvort að Björk sjálf sé ánægð með þróun Biophilia segja Auður og Arnfríður svo vera. „Hún er rosalega ánægð. Hún hefur verið mjög tengd frá upphafi í gegnum alla þessa þróun og tekið þátt og átt frumkvæði að ákveðinni vinnu sem fór af stað í vor,“ segir Arnfríður.

„Við fengum sérfræðinga á sínum sviðum frá öllum Norðurlöndum, stjarneðlisfræðingar, listamenn, líffræðingar og kennarar og fleiri sem voru í fjóra daga með Björk hér á landi. Þar var farið í gegnum hvaða kennsluefni hafi safnast og hugmyndir fram að þessu. Sérfræðingarnir fóru í það að bæta við það efni og Björk leiddi þá vinnu,“ segir hún og bætir við að Björk sé gífurlega metnaðarfull þegar það kemur að verkefninu.

„Það er svo mikill metnaður hjá henni. Hún sér fyrir sér hvernig krakkar geta lært tónlist, tónfræði og að skapað tónlist á aðgengilegri hátt en kannski þegar hún var að læra sem barn. Það er búið að breytast mikið en þaðan sprettur þessi grunnur hennar og metnaður.“

„Fyrir utan spjaldtölvu innleiðinguna þá hefur þetta listaverk, Biophilia orðið að stóru kennsluverkefni sem er mjög jákvætt,“ bætir Auður við.  „Ávinningurinn með því að nú er búið að breyta samtali milli faghópa og brjóta upp hefðbundið kennsluform. Árið 2016 eigum við eftir að sjá vel hver útkoman verður og hversu mikilvægt það er að nota sköpun við kennslu og rannsóknir.“

Arnfríður Valdimarsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Arnfríður Valdimarsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Auður Rán Þorgeirsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Auður Rán Þorgeirsdóttir, ein af verkefnastjórum Biophiliu.
Frá Biophilia kennslu í Hörpu.
Frá Biophilia kennslu í Hörpu. Mynd/Curver Thoroddsen
Mynd/Curver Thoroddsen
mbl.is

Innlent »

Gerð rýmingaráætlana í Öræfum flýtt

15:03 Í nýlegu hættumati fyrir svæðið í kringum Öræfajökul kemur fram að sá tími frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og að flóð væri komið að þjóðvegi 1 sé í mörgum tilfellum aðeins 20 mínútur. Mikið af byggð í Öræfum er innan þessa svæðis og því ljóst að við er að eiga mjög erfiðar aðstæður. Meira »

Tónleikar sem urðu að listahátíð

14:31 Það var skemmtilegt verkefni að leiða saman hóp listamanna til að koma fram listahátíðinni Norður og niður, að sögn Georgs Hólm, tónlistarmanns í Sigur Rós. „Það er fullt af listamönnum þarna sem ég er mjög spenntur fyrir því að sjá.“ mbl.is ræddi við Georg um hátíðina sem verður stór í sniðum. Meira »

Búið að ná ökutækjunum í sundur

14:24 Búið er að ná strætisvagninum og vörubílnum í sundur sem lentu í árekstri á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, í hádeginu í dag. Ökutækin hafa nú verið dregin af vettvangi. Meira »

Óhreinsað skólp mun renna í sjóinn

13:59 Vegna viðhalds á skólpdælustöð við Faxaskjól verður óhreinsuðu skólpi sleppt í sjó við stöðina dagana 20.-27. nóvember. Endurnýja á undirstöður sem skólpdælurnar hvíla á en þetta er í fyrsta skipti síðan dælustöðin var gangsett árið 1992 sem það er gert. Meira »

1.545 hafa látist í umferðinni

13:43 Þann 1. nóvember 2017 höfðu alls 1.545 manns látist í umferðinni á Íslandi frá því að skipt var yfir í hægri umferð 26. maí 1968. Að meðaltali hefur umferðarslysum fækkað mikið undanfarna áratugi, sérstaklega banaslysum. Meira »

Þrá að spritta sig með VG

13:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skaut föstum skotum á aðra flokka í þættinum Silfrinu á RÚV í morgun.  Meira »

Leigubílstjóri óskaði aðstoðar

11:55 Um klukkan fimm í nótt óskaði leigubílstjóri sem staddur var í Hafnarfirði eftir aðstoð lögreglu vegna farþega sem hljóp úr úr bifreiðinni án þess að greiða fargjaldið. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Meira »

Strætisvagn keyrði aftan á vörubíl

12:42 Töluvert harður árekstur varð nú rétt rúmlega tólf á Reykjanesbraut, fyrir neðan Blesugróf í Reykjavík, þegar strætisvagn keyrði aftan á vöruflutningabíl. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu í Reykjavík voru tveir fluttir á sjúkrahús, bílstjórinn og farþegi í vagninum. Meira »

„Mynda samsæri gegn kjósendum“

11:28 „Mér líst ekkert á þetta. Það er afleitt ef menn fara í stjórn á öðrum forsendum en út frá pólitík og framtíðarsýn. Þetta er svo sannarlega ekki stjórn sem byggir á tiltekinni pólitískri stefnu eða skýrri framtíðarsýn,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Meira »

Safna fötum fyrir börn á Íslandi

10:15 Árleg fatasöfnun Ungmennaráðs Barnaheilla fer fram í dag, í tilefni af degi mannréttinda barna og afmælis Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Söfnunin hefst klukkan 12 á hádegi og stendur til 17 á jarðhæð höfuðstöðva Barnaheilla við Háaleitisbraut 13. Meira »

Enn einhver hreyfing í eldstöðinni

09:32 Þrír jarðskjálftar mældust við Öræfajökul í gærkvöldi og í nótt, að sögn sérfræðings hjá Veðurstofunni. Voru þeir þó allir undir 1 að stærð. „Þetta eru skjálftar sem segja okkur að það sé enn einhver hreyfing í eldstöðinni.“ Að sögn er ástandið að öðru leyti óbreytt. Meira »

Kuldaleg veðurspá næstu daga

08:05 Veðurspáin næstu daga er mjög kuldaleg, mikil hæð verður yfir Grænlandi og lægðirnar fara framhjá langt fyrir sunnan land. Við erum því föst í kaldri norðaustanátt alla vikuna með éljagangi fyrir norðan og austan. Meira »

Keyrðu á ljósastaur og stungu af

07:27 Um klukkan ellefu í gærkvöldi var tilkynnt um umferðaróhapp í Seljahverfi í Breiðholti, en bifreið var þar ekið á ljósastaur. Par sem var í bifreiðinni yfirgaf vettvang strax eftir óhappið en var handtekið skömmu síðar. Parið var vistað í fangageymslu lögreglu fyrir rannsókn málsins. Meira »

„Mér finnst þið sýna hressandi kjark“

Í gær, 22:52 Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi varaformaður Samfylkingarinnar, segir Vinstri græn sýna hressandi kjark með því að fara í stjórnarmyndunarviðræður með Sjálfstæðisflokknum og Framsóknarflokknum. „Mér finnst þið sýna hressandi kjark sem vonandi hristir upp í þessu.“ Meira »

Veruleg óvissa um framhald atburðarásar

Í gær, 22:01 Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki að eldgos sé að hefjast. Veruleg óvissa er þó um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi, að segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands. Stöðufundur var haldinn um Öræfajökul á Veðurstofunni í kvöld. Meira »

Þrír í 8 fm herbergi og borga 210 þúsund

07:14 Algeng leiga fyrir herbergi með tveimur rúmum og stundum fataskáp, með aðgangi að sameiginlegu baðherbergi og eldhúsi, sem er um átta fermetrar eða þar um bil, er á bilinu 55 til 65 þúsund krónur á mánuði. Meira »

Skylt að veita aðgang að eldri prófum

Í gær, 22:04 Háskóla Íslands er skylt að veita nemanda skólans aðgang að eldri prófum í námskeiði við skólann, að því er fram kemur í úrskurði Úrskurðarnefndar um upplýsingamál, sem kveðinn var upp þann 2. nóvember en birtur var í gær. Skólinn hafði áður synjað beiðni nemandans þess efnis. Meira »

Syngur í Tosca í 400. skiptið

Í gær, 21:07 Síðasta sýningin á óperunni Tosca fyrir áramót verður í Hörpu í kvöld, en það er 400. sýning Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara í hlutverki Cavaradossi málara. Kristján hefur sungið hlutverkið víða um heiminn síðan 1980. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Toyota Corolla útsala!
Toyota Corolla útsala! Nýr 2017 Active Diesel. Álfelgur. Bakkmyndavél. Leiðsögub...
VÖNDUÐ VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
Smíðum lista í gömul hús
Smíðum lista yfir rör og því sem þarf að loka uppl í s 564 4666 eða 866 6101 sk...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Við byrjum daginn á opnu v...
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...