Lekamálið væntanlega til umræðu

mbl.is

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fundar í dag klukkan 13-15 en meðal þeirra mála sem gera má ráð fyrir að verði rætt er svokallað lekamál.

Eins og mbl.is fjallaði um í gær hefur Gísli Freyr Valdórsson, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, játað að hafa lekið trúnaðargögnum um hælisleitanda úr ráðuneytinu í lok síðasta árs.

Þingflokkar annarra stjórnmálaflokka funda einnig á sama tíma en um hefðbundinn fundartíma þingflokka er að ræða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert