Tvær mömmur betri uppalendur en ein

Íslendingar telja samkynhneigða foreldra í sambúð betri uppalendur en einstæða foreldra. Þetta eru niðurstöður alþjóðlegrar könnunar þar sem spurt var um kyn, kynhneigð og barnauppeldi.

Könnunin er gerð í 48 löndum og voru niðurstöðurnar kynntar í Þjóðarspegli Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands í lok síðasta mánaðar.

Þar kom m.a. fram að 70% svarenda hér á landi telja eitt foreldri geta alið upp barn jafn vel og tveir foreldrar. Talsvert fleiri, eða yfir 80%, töldu samkynhneigð pör, burtséð frá því hvort um er að ræða homma eða lesbíur, geta alið barn upp jafn vel og gagnkynhneigðir foreldrar, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert