Greiða þarf af lánunum

Tillaga að nýjum Landspítala.
Tillaga að nýjum Landspítala. Ljósmynd/Nýr Landspítali

Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis vekur athygli á því að það breyti engu um afkomu ríkissjóðs hvort framkvæmdir við nýjan Landspítala verði opinber framkvæmd eða leiguframkvæmd á vegum opinbers hlutafélags.

„Eftir sem áður er vandinn sá að taka þarf lán til framkvæmdanna og í ljósi skuldastöðu ríkissjóðs og rekstrarafkomu er ekki enn ljóst hvernig takast á að fjármagna greiðslur vaxta og afborgana.“

Umsögnin er veitt velferðarnefnd Alþingis sem hefur til umfjöllunar þingsályktunartillögu Kristjáns L. Möller og þrettán annarra þingmanna stjórnarandstöðunnar um fjármögnun byggingar nýs Landspítala. Meirihluti fjárlaganefndar telur að verkefnin sem nefndin á að vinna séu á verksviði framkvæmdavaldsins en ekki Alþingis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert