Leyniskýrslur um „komma“

Styrmir Gunnarsson.
Styrmir Gunnarsson. mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, tók árið 1961, þá 23 ára gamall laganemi, að sér, fyrir beiðni Eyjólfs Konráðs Jónssonar, þáverandi ritstjóra Morgunblaðsins, að vera tengiliður við mann sem hafði starfað bæði í Æskulýðsfylkingunni og Sósíalistafélagi Reykjavíkur.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að Styrmir hitti manninn reglulega, á kvöld- eða næturfundum og skrifaði skýrslur um innanbúðarátök og það sem var að gerast hjá þeim, sem þá voru kallaðir kommúnistar.

Skýrslur Styrmis voru síðan nýttar til fréttaskrifa í Morgunblaðinu með reglulegum hætti. Þetta gerði Styrmir allt til ársins 1968. Þetta kemur fram í nýrri bók Styrmis, Í köldu stríði – Vinátta og barátta á átakatímum, sem kemur út í næstu viku.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert