Dauð friðuð gæs á vefsíðu ferðaþjónustufyrirtækis

Myndin sem birtist á vefsíðu Icelandic Hunting Adventures. Kanadagæsin er ...
Myndin sem birtist á vefsíðu Icelandic Hunting Adventures. Kanadagæsin er í fremstu röð, yst til hægri. Óvíst er hvaðan myndin kemur.

Norðlenskt ferðaþjónustufyrirtæki sem býður meðal annars upp á gæsaveiðar var með mynd af friðaðri Kanadagæs innan um aðra bráð veiðimanna á vefsíðu sinni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir myndina ekki úr ferð á vegum þess og að myndin eigi ekki heima á vefsíðunni. Búið er að fjarlægja hana.

Vakin var athygli á því að Kanadagæs væri ein þeirra dauðu gæsa sem birtist á mynd á vefsíðu fyrirtækisins Icelandic Hunting Adventures á Facebook-síðu Ungra umhverfissinna. Sú tegund er friðuð á Íslandi. Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, staðfestir að um Kanadagæs sé að ræða.

Að sögn Jóns Inga Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Hunting Adventures, kom það honum á óvart á myndina væri að finna á vefsíðu fyrirtækisins. Eftir að honum var bent á myndina hafi hann haft samband við vefstjóra fyrirtækisins sem hafi gefið þær skýringar að hann hafi fundið myndina á netinu fyrir mörgum árum þegar hann vantaði myndefni. Hann viti ekki hvaðan myndin sé komin upphaflega.

„Þessi mynd er allavega ekki komin frá okkur og á ekki heima á okkar heimasíðu. Það vantaði myndir á sínum tíma og það var eitthvað lítið til af myndum af gæsum. Þetta var nú ekki mjög heppileg mynd, ég verð að viðurkenna það. Hann [vefstjórinn] þekkir kannski ekki vel í sundur gæsir sjálfur,“ segir hann og fullyrðir að hópar á hans vegum hafi aldrei skotið Kanadagæs enda sjáist hún ekki fyrir norðan.

Myndin hefur nú verið fjarlægð af vef Icelandic Hunting Adventures.

Jón Ingi treystir sér ekki til að dæma um hvar myndin sé tekin en af landslaginu að ráða sé hún ekki tekin á Norðurlandi.

Skrifist á skilyrði við gæsaveiðar

Ólafur fuglafræðingur segir það alltaf koma fyrir að friðaðir fuglar sé drepnir hér á landi. Líklegt sé þó að þær aðferðir sem menn beita við gæsaveiðar sé ástæðan fyrir að menn felli Kanadagæs.

„Fyrir óvanan mann er gæs bara gæs. Það er mjög auðvelt að ruglast á gæsategundum, sérstaklega í ljósi þess hvernig gæsaveiðar eru stundaðar. Menn liggja í leyni í dagrenningu og fuglarnir koma inn við fyrstu skímu inn í túnin. Þá er yfirleitt besta veiðin. Þetta eru hópar að koma inn og menn fullir af veiðigleði og „flamma“ bara á þær gæsir sem koma,“ segir Ólafur.

Engu að síður ætti Kanadagæsin að vera vönum veiðimönnum auðþekkt. Ólafur segist þó vilja skrifa það að fuglinn á myndinni hafi verið skotinn á þau skilyrði sem menn veiða gæsina við á morgnana.

Nokkrar gæsategundir séu friðaðar en verði eitthvað fyrir barðinu á veiðimönnum, þá væntanlega fyrst og fremst blesgæsin sem var veidd áður fyrr en sé nú friðuð. Þær komi þúsundum saman frá Grænlandi hingað til lands á haustin á leið til Evrópu. Kanadagæsin sé hins vegar flækingsfugl á Íslandi en sé engu að síðu árviss flækingur. Þrátt fyrir það njóti hún friðunar hérlendis.

Brot gegn lögum um friðun fugla varða við sektum eða fangelsi til allt að tveggja ára og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.

Ólafur segist muna eftir hliðstæðu og enn nöturlegra dæmi um veiðar á friðuðum fuglum.

„Það var annað ferðaþjónustufyrirtæki sem bauð upp á eitthvað sem þeir kölluðu uppstoppunarveiðar og höfðuðu til útlendinga að koma til landsins til að deyða fugla og stoppa upp. Þeir voru með mynd úr slíkri veiðiferð þar sem veiðimaðurinn hélt hróðugur á deyjandi húsönd sem er stranglega friðaður fugl. Þetta fyrirtæki býður ennþá upp á slíkar ferðir en myndina fjarlægðu þeir snarlega af vefnum þegar bent var á lögbrotið,“ segir Ólafur.

Af Facebook-síðu Ungra umhverfissinna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

„Komið út fyrir velsæmismörk“

05:30 „Ríkið þarf að móta sér heildstæða stefnu í þessum gjaldtökumálum og það þarf að gera í samstarfi við ferðaþjónustuna. Við köllum eftir þessu samtali sem ríkisstjórnin leggur til í stjórnarsáttmálanum hið fyrsta,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Meira »

Horft til annarra norrænna landa

05:30 Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir að forsætisnefnd Alþingis muni hafa sama háttinn á og undanfarin ár hvað varðar skýrslu ríkjahóps gegn spillingu og fjalla um skýrsluna og ákveða hvernig verði brugðist við henni. Meira »

Hættir sem formaður Eflingar

05:30 Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til formennsku í félaginu að loknu núverandi kjörtímabili. Meira »

Óskýr og villandi hugtakanotkun

05:30 Dæmi eru um ranga, óskýra eða villandi hugtakanotkun víða í íslenskri löggjöf. Þetta er sérstaklega áberandi í löggjöf sem tengist hafinu. Meira »

Hjálpræðisherinn fær nýtt hús

05:30 Framkvæmdir við nýtt hús Hjálpræðishersins við Suðurlandsbraut 72-74 í Reykjavík hefjast í byrjun næsta árs. Byggingarleyfi borgaryfirvalda var veitt í byrjun þessa mánaðar. Meira »

Fyrsta hleðslustöðin komin á Djúpavog

Í gær, 23:43 Rafbílaeigandinn Ólöf Rún Stefánsdóttir vígði í dag tuttugustu hleðslustöð Orku náttúrunnar sem er á Djúpavogi, er hún hlóð bílinn. Meira »

Ók á brunahana og vatn flæddi um allt

Í gær, 21:47 Um klukkan hálfsjö í kvöld var keyrt á brunahana við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði, sem varð til þess að mikið vatn flæddi inn í nærliggjandi byggingu þar sem bílaverkstæðið Kvikkfix er til húsa. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu höfuðborgarsvæðinu var um töluvert mikið vatn að ræða. Meira »

Lára Björg upplýsingafulltrúi stjórnarinnar

Í gær, 22:07 Lára Björg Björnsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þar sem hún verður með aðsetur. Meira »

Kirkjan er í miðju hverfisins

Í gær, 20:55 „Tengsl íbúanna hér í Seljahverfi við kirkjuna sína eru sterk. Hér í húsi er lifandi starf alla daga vikunnar og við svo heppin að tengslin hér í hverfinu leyfast og haldast enn góð milli skóla og kirkju og eru öllum mikilvæg,“ segir sr. Ólafur Jóhann Borgþórsson, sóknarprestur í Seljakirkju. Meira »

Orðið „dómsmorð“ eigi sér langa hefð

Í gær, 20:40 „Samræmist það málvenju að nota orðið dómsmorð þegar mengað hugarástand dómara leiðir til sakfellingar.“ Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð sem lögð var fyrir í meiðyrðamáli Benedikts Bogasonar hæstaréttarlögmanns á hendur Jóni Steinari Gunnlaugssyni í héraðsdómi í dag. Meira »

Þýðir ekki að grenja yfir laununum

Í gær, 20:15 Anna María Gunnarsdóttir, nýr varaformaður Kennarasambands Íslands, telur mikilvægt að kennarar vinni að sínum málum í gegnum fagleg málefni í stað þess að grenja endalaust yfir laununum. Slíkt geri virðingarverðar stéttir ekki. Anna María hlaut afgerandi kosningu í embættið. Meira »

Sakamál vegna andláts Ellu Dísar fellt niður

Í gær, 20:11 Héraðssaksóknari hefur ákveðið að fella niður sakamál gegn hjúkrunarfyrirtækinu Sinnum og starfsmanni þess vegna andláts átta ára stúlku, Ellu Dísar Laurens, í umsjón fyrirtækisins að því er greint var frá í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Heppin að vinna við áhugamálið

Í gær, 19:37 Henni finnst gaman að finna nýjar áhugaverðar leiðir fyrir fjöruga krakka til að meðtaka námsefni. Hlín Magnúsdóttir er sérkennari í Norðlingaskóla en hún fékk á dögunum Hvatningarverðlaun Öryrkjabandalags Íslands. Námsefni hennar er ætlað börnum með greiningar, hegðunarvanda og lestrarerfiðleika. Meira »

Á þriðja hundrað á slysadeild

Í gær, 18:45 Alls komu 157 manns á slysadeild bráðamóttökunnar í Fossvogi til miðnættis í gær, þar af margir vegna hálkuslysa. Það sem af er þessum degi hafa yfir 80 manns komið á slysadeildina. Mikið hefur verið um úlnliðsbrot og ökklabrot og hefur fólk á öllum aldri þurft að láta gera að sárum sínum. Meira »

Lík af karlmanni fannst í Fossvogi

Í gær, 18:41 Lík af karlmanni fannst í Fossvoginum um fjögurleytið í gærdag. Þetta staðfestir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is. Meira »

Gera alvarlegar athugasemdir við varnarveggi

Í gær, 19:06 Varnarveggir við Miklubraut eru ekki viðurkenndur búnaður og gera þarf úrbætur þar á. Þetta er meðal þeirra athugasemda sem gerðar eru við öryggi vegfarenda við varnarvegginn í nýrri öryggisúttekt Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar. Meira »

Falast eftir kortaupplýsingum með greiðsluloforði

Í gær, 18:43 Svindlarar eru sagðir nota nú nafn Símans til að falast eftir greiðslukortaupplýsingum fólks með ósannindum um endurgreiðslu. Í fréttatilkynningu sem Síminn hefur sent frá sér um málið eru þeir viðskiptavinir sem fengið hafa póstinn beðnir um að hafa varann á. Meira »

Grátandi í flóttamannabúðum í Þýskalandi

Í gær, 17:54 Hjón­in Nasr Mohammed Rahim og Sobo Answ­ar Has­an og 18 mánaða sonur þeirra Leo, sem voru flutt á brott af Íslandi í lok síðasta mánaða dvelja nú í flóttamannabúðum í Þýskalandi þar sem að fjölskyldunni er ekki frjálst að fara eða koma nema með leyfi yfirvalda, þar sem enga síma má hafa og enga nettengingu er að finna. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Innfluttningur á enn betra verði fyrir alla
Hjálpum fólki að útvega allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnu...
Ræstingavagn
Til sölu 2 Ræstingavagnar kr: 9,900,- Keyptir hjá Rekstrarvörum. uppl: 869120...
EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
 
Aðalskipulag snæfellsbæjar
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing á aðalskipulagi Snæfellsbæ...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Álagning vanrækslugjalds
Nauðungarsala
Sýslumaðurinn á Vestfjörðum Auglýsin...