Dauð friðuð gæs á vefsíðu ferðaþjónustufyrirtækis

Myndin sem birtist á vefsíðu Icelandic Hunting Adventures. Kanadagæsin er ...
Myndin sem birtist á vefsíðu Icelandic Hunting Adventures. Kanadagæsin er í fremstu röð, yst til hægri. Óvíst er hvaðan myndin kemur.

Norðlenskt ferðaþjónustufyrirtæki sem býður meðal annars upp á gæsaveiðar var með mynd af friðaðri Kanadagæs innan um aðra bráð veiðimanna á vefsíðu sinni. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir myndina ekki úr ferð á vegum þess og að myndin eigi ekki heima á vefsíðunni. Búið er að fjarlægja hana.

Vakin var athygli á því að Kanadagæs væri ein þeirra dauðu gæsa sem birtist á mynd á vefsíðu fyrirtækisins Icelandic Hunting Adventures á Facebook-síðu Ungra umhverfissinna. Sú tegund er friðuð á Íslandi. Ólafur Nielsen, fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, staðfestir að um Kanadagæs sé að ræða.

Að sögn Jóns Inga Guðmundssonar, framkvæmdastjóra Icelandic Hunting Adventures, kom það honum á óvart á myndina væri að finna á vefsíðu fyrirtækisins. Eftir að honum var bent á myndina hafi hann haft samband við vefstjóra fyrirtækisins sem hafi gefið þær skýringar að hann hafi fundið myndina á netinu fyrir mörgum árum þegar hann vantaði myndefni. Hann viti ekki hvaðan myndin sé komin upphaflega.

„Þessi mynd er allavega ekki komin frá okkur og á ekki heima á okkar heimasíðu. Það vantaði myndir á sínum tíma og það var eitthvað lítið til af myndum af gæsum. Þetta var nú ekki mjög heppileg mynd, ég verð að viðurkenna það. Hann [vefstjórinn] þekkir kannski ekki vel í sundur gæsir sjálfur,“ segir hann og fullyrðir að hópar á hans vegum hafi aldrei skotið Kanadagæs enda sjáist hún ekki fyrir norðan.

Myndin hefur nú verið fjarlægð af vef Icelandic Hunting Adventures.

Jón Ingi treystir sér ekki til að dæma um hvar myndin sé tekin en af landslaginu að ráða sé hún ekki tekin á Norðurlandi.

Skrifist á skilyrði við gæsaveiðar

Ólafur fuglafræðingur segir það alltaf koma fyrir að friðaðir fuglar sé drepnir hér á landi. Líklegt sé þó að þær aðferðir sem menn beita við gæsaveiðar sé ástæðan fyrir að menn felli Kanadagæs.

„Fyrir óvanan mann er gæs bara gæs. Það er mjög auðvelt að ruglast á gæsategundum, sérstaklega í ljósi þess hvernig gæsaveiðar eru stundaðar. Menn liggja í leyni í dagrenningu og fuglarnir koma inn við fyrstu skímu inn í túnin. Þá er yfirleitt besta veiðin. Þetta eru hópar að koma inn og menn fullir af veiðigleði og „flamma“ bara á þær gæsir sem koma,“ segir Ólafur.

Engu að síður ætti Kanadagæsin að vera vönum veiðimönnum auðþekkt. Ólafur segist þó vilja skrifa það að fuglinn á myndinni hafi verið skotinn á þau skilyrði sem menn veiða gæsina við á morgnana.

Nokkrar gæsategundir séu friðaðar en verði eitthvað fyrir barðinu á veiðimönnum, þá væntanlega fyrst og fremst blesgæsin sem var veidd áður fyrr en sé nú friðuð. Þær komi þúsundum saman frá Grænlandi hingað til lands á haustin á leið til Evrópu. Kanadagæsin sé hins vegar flækingsfugl á Íslandi en sé engu að síðu árviss flækingur. Þrátt fyrir það njóti hún friðunar hérlendis.

Brot gegn lögum um friðun fugla varða við sektum eða fangelsi til allt að tveggja ára og sviptingu skotvopna- og veiðileyfis.

Ólafur segist muna eftir hliðstæðu og enn nöturlegra dæmi um veiðar á friðuðum fuglum.

„Það var annað ferðaþjónustufyrirtæki sem bauð upp á eitthvað sem þeir kölluðu uppstoppunarveiðar og höfðuðu til útlendinga að koma til landsins til að deyða fugla og stoppa upp. Þeir voru með mynd úr slíkri veiðiferð þar sem veiðimaðurinn hélt hróðugur á deyjandi húsönd sem er stranglega friðaður fugl. Þetta fyrirtæki býður ennþá upp á slíkar ferðir en myndina fjarlægðu þeir snarlega af vefnum þegar bent var á lögbrotið,“ segir Ólafur.

Af Facebook-síðu Ungra umhverfissinna

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kanadískur sigur í maraþoni kvenna

12:41 Natasha Yaremczuk frá Kanada sigraði í maraþoni kvenna í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2017.  Meira »

Arnar sigraði í maraþoni karla

12:23 Sigurvegari í maraþoni karla í Reykjavíkurmaraþoni 2017 er Arnar Pétursson. Tími Arnars er besti tími sem Íslendingur hefur náð í maraþoninu. Meira »

Guðni kláraði með efsta fjórðungnum

11:35 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kláraði hálfmaraþon á rétt rúmri einni klukkustund og 47 mínútum í morgun. Tókst honum því að klára maraþonið innan hraðasta fjórðungsins en hann varð 503. í mark af 2.619 skráðum til leiks. Meira »

Yfir 100 tónlistarviðburðir um alla borg

11:26 Í ár verður Menningarnótt ein allsherjar tónlistar- og menningarveisla en í miðborginni verður boðið uppá þrenna stórtónleika; Tónleika Rásar 2 á Arnarhóli, Garðpartí Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum og hip-hop tónleika á Ingólfstorgi. Meira »

Baldvin og Nina fyrst í 10 km hlaupinu

11:19 Sigurvegarar í 10 km hlaupinu í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka eru þau Baldvin Þór Magnússon og Nina Henriette J Lauwaert frá Belgíu. Meira »

Hægri-stefnan lím ríkisstjórnarinnar

11:04 Skattamál, umhverfismál, aukinn ójöfnuður í samfélaginu og einkarekstur voru á meðal þeirra pólitísku mála sem Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gerði að umfjöllunarefni ræðu sinnar sem hún hélt á flokksráðsfundi VG í morgun. Meira »

Söfnun plasts gengur vel

10:18 Tilraunaverkefni í Kópavogi um söfnun plasts frá heimilum í blátunnur hefur skilað árangri en plastsöfnunin hófst í byrjun nóvember í fyrra. Íbúum hefur verið gert kleift að flokka plastumbúðir á heimilum og setja með pappírflokkunum í blátunnuna. Meira »

Hlynur og Elín fyrst í hálfu maraþoni

11:00 Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka streyma í mark í Lækjargötunni. Búið er að krýna sigurvegar í hálfu maraþoni en fyrsti karl í mark var Hlynur Andrésson og Elín Edda Sigurðardóttir var fyrsta kona. Meira »

Vinnuvélarnar verði knúnar íslenskri repjuolíu

09:57 Til greina kemur að vinnuvélar og tæki sem notuð verða við lagningu Lyklafellslínu (Sandskeiðslínu 1) yfir vatnsverndarsvæði höfuðborgarsvæðisins verði knúin repjuolíu. Meira »

Hlauparar lagðir af stað

09:03 Keppendur í Reykjavíkurmaraþoninu eru lagðir af stað í blíðskaparveðri. Yfir 14 þúsund þátttakendur eru skráðir til leiks, þar af um 4000 útlendingar frá 87 löndum. Meira »

Fimm sækja um Dómkirkjuna

08:30 Fimm umsóknir bárust um embætti prests í Dómkirkjuprestakalli í Reykjavík.   Meira »

Hlýddi ekki merkjum lögreglu og var handtekinn

08:20 Ökumaður, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn. Meira »

Ók á bíl og hljóp út í móa

08:17 Nokkuð var um umferðaróhöpp og í sumum tilvikum afstungur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Ekið var á bifreið á gatnamótum Reykjanesbrautar og Aðalgötu, og stakk sá er það gerði af. Meira »

Þurfa að selja dúllur og dúska

07:37 „Markaðurinn er mjög erfiður, bæði fyrir útgefendur og bóksala. Það hjálpaði ekki þegar vaskurinn var hækkaður þó að þetta hafi aðeins verið örfá prósentustig,“ segir Arndís Björg Sigurgeirsdóttir, eigandi Bókabúðar Máls og menningar. Meira »

Prýðisveður á hlaupadeginum mikla

07:16 Í dag er spáð 3-8 m/s og léttskýjuðu veðri á höfuðborgarsvæðinu. Hiti verður 11-16 stig. Það mun því viðra prýðilega á hlauparana sem taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í dag. Meira »

Hætt við næturfrosti

08:15 Í dag er spáð norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi suðaustanlands í fyrstu sem getur reynst varasamur fyrir létta vagna. Hætt er við næturfrosti í innsveitum á Norðurlandi í nótt. Meira »

Grunaðir um brot á vopnalögum

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá menn seint í gærkvöldi grunaða um brot á vopnalögum og fíkniefnalagabrot. Þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Meira »

Síðasti karlkyns geirfuglinn fundinn

06:54 Hamur karlkyns geirfugls sem drepinn var í Eldey fyrir 173 árum kom í leitirnar á náttúrufræðisafni í Brussel. Þetta er stórfrétt að mati líffræðings hjá Náttúruminjaafni Íslands. Meira »
Útihurðir
Nr 1. lengd 195.5cm x breidd 69cm x Tvöfalt gler. Án karms, vinstri opnun, litur...
Giftingar- og trúlofunarhringar frá ERNU
Handsmíðuð hringapör úr silfri með alexandrite-steini sem gefur mikið litaflóð. ...
Bílskúr/garðhús - Stapi 15 fm bjálkahús - kr. 395.000,-
Stapi er splunkunýtt hús sem við höfum hannað sérstaklega fyrir íslenskan markað...
NUDD- LÁTTU DEKRA VIÐ ÞIG.
HEITIR STEINAR OG OLIA- STURTA OG HANDKLÆÐI Á STAÐNUM NUDD GEFUR SLÖKUN OG...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...