300% aukning í sendingum frá Kína

Starfsmaður Póstins að störfum. Mynd úr safni.
Starfsmaður Póstins að störfum. Mynd úr safni.

„Það er gríðarlega mikið magn að koma frá Kína. Það varð sprenging á síðasta ári í sendingum frá Kína en hækkunin var rúmlega 300% á milli ára. Mest varð aukningin í nóvember og desember á síðasta ári, á þessu ári hefur magnið mjög stöðugt á milli mánaða og haldist mjög svipað samanborið við lok síðasta árs.“

Þetta segir Brynjar Smári Rúnarsson, markaðsstjóri Póstsins, aðspurður hvort að fólk sé í auknum mæli að panta sér vörur frá Kína fyrir jólin.

Brynjar segir að búist sé við því að magn sendinga frá Kína á þessu ári verði töluvert meira en í fyrra.

„Fólk er að panta töluvert magn núna fyrir jólin. Það er samt mjög misjafnt hversu tímalega fólk er í þessu. Við sáum það í fyrra að mesta aukningin var í nóvember og desember en svo kom líka mikið magn í janúar sem gæti gefið vísbendingu um að sumir hafi jafnvel pantað í seinna lagi.“

Aðspurður hvort að þessi gríðarlega aukning þýði aukið álag fyrir starfsfólk Póstsins segir Brynjar svo vera. „Það er auðvitað mikið álag en við gerum okkar besta til að afgreiða þetta vel og sem fyrst.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert