Brosandi franskar og J-pop

Tónlistarkonan Steinunn Eldflaug Harðardóttir, einnig þekkt sem DJ Flugvél og Geimskip flaug beint til Japan í kjölfar Airwaves. Hún er nú stödd á Hokuo music fest þar sem íslenska rokksveitin Oyama kemur líka fram og er Steinunn meðal annars að semja J-pop tónlist í samstarfi við japanska tónlistarmenn. 

"Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt,"segir Steinunn. "Þetta er áhugavert verkefni sem tengir saman tónlistamenn og kynnir norræna tónlist í Japan. Við erum að búa til tónlist, kynnast hvoru öðru, reykja sígarettur, fara út að borða og í partí." Að sögn Steinunnar eru japanir mjög svalir. " Strákarnir ganga um með pípuhatta og sólgleraugu og sumir ganga jafnvel í kjólum. Þetta er svona eins konar goth-tíska og mjög töff." 

Steinunn leyfði mbl.is að skyggnast inn í símann sinn og sjá hvaða myndir hann hefur að geyma. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert