Skaupið í tökum í Skeifunni

Þegar ljósmyndara mbl.is bar að garði á brunasvæðinu í Skeifunni í gær var nokkur reykur í lofti og slökkviliðsbílar til staðar.

Hér var þó sem betur fer ekki á ferðinni annar Skeifubruni heldur tökur á atriði fyrir Áramótaskaupið. Ljósmyndari fékk ekki að fara nálægt enda ríkir að venju mikil leynd yfir því fjöri sem höfundar Skaupsins hyggjast bera á borð fyrir þjóðina. 

Þó nokkur fjöldi fólks tók þátt í tökunum og einnig heyrðist tónlist af svæðinu.

Leikstjórn Áramótaskaupsins 2014 er í höndum Silju Hauksdóttur en hún stýrði Skaupinu einnig árið 2014. Anna Svava Knútsdóttir, Lóa Hjálmtýsdóttir, Silja sjálf og Rannveig Jónsdóttir - sem einnig er framleiðandi og framkvæmdastjóri Skaupsins í ár - eru einnig í handritahópnum.

Hér að neðan má sjá nokkur vel valin atriði úr Skaupinu sem Silja leikstýrði árið 2008.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert