Vilji til að ná saman

Fundað var í kjaradeilu Félags prófessora við Háskóla Íslands. Formaður félagsins segist bjartsýnn eftir daginn.

„Þessir fundir í dag hafa verið gagnlegir. Það er hægt að segja að málið þokist í rétta átt,“ segir Rúnar Vilhjálmsson, formaður Félags prófessora við Háskóla Íslands í samtali við mbl.is.

Næsti fundur í deilunni er á föstudaginn. 

„Það er vilji beggja vegna að reyna að ná þessu saman og ég er bjartsýnni en áður eftir fundina í dag. Nú verður maður bara að vona að þeir leiði til jákvæðrar niðurstöðu en það er ekki hægt að lofa því,“ segir Rúnar. 

Ef ekki nást samningar hefst verkfall prófessora við Háskóla Íslands 1. desember og stendur til 15. desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert