715 beiðnir um símahleranir heimilaðar

AFP

Alls bárust 720 beiðnir til dómstóla um heimild til símahlerunar á árunum 2009-2013. Í öllum tilvikum nema fimm var heimild veitt til hlustunar. Flestar beiðnir tengdust rannsókn á fíkniefnabrotum, eða alls 467 beiðnir. 116 beiðnir tengdust auðgunarbrotum.

Þetta kemur fram í svari Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar dómsmálaráðherra við fyrirspurn Helga Hrafns Gunnarssonar, þingmanns pírata, um ástæður hlerana frá ársbyrjun 2008.

Í svari ráðherra kemur fram, að ráðuneytið hafi aflað umsagnar embættis ríkissaksóknara sem fer með eftirlit með símhlustunum og öðrum sambærilegum úrræðum sem tilgreind eru í XI. kafla laga um meðferð sakamála. Í svarinu er miðað við gildistöku laganna en þau tóku gildi 1. janúar 2009. Þá kemur fram, að upplýsingar frá 2014 séu ekki teknar saman enda flest mál frá því ári enn til meðferðar og í vinnslu.

Héraðsdómur Reykjaness veitti flestar heimildir eða 409. Þar af voru 275 vegna fíkniefnamála. Héraðsdómur veitti næst flestar heimildir, eða 211. Þar af 137 vegna fíkniefnamála.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert