Bara piss, kúkur og klósettpappír

Klósett.
Klósett.

Í gær, 19. nóvember, var alþjóðlegi klósetdagurinn. Þetta kemur fram á síðu Orkuveitu Reykjavíkur.

Í tilefni dagsins getum við glaðst yfir því að við höfum öll aðgengi að klósettum og um leið leitt hugann að því hvað við getum gert betur:

Sturtum skynsamlega niður!

Í klósettið á eingöngu að fara piss, kúkur og klósettpappír.

Eldhúsbréf, blautþurrkur,grisjur, trefjaklútar, bómull, eyrnapinnar, dömubind, tíðartappar og smokkar eiga ekki að fara í klósettið.

Skólpinu er dælt á leið í hreinsistöðvar og þessir aðskotahlutir stífla dælurnar. Eins geta þessir hlutir stíflað lagnakerfið og þá sérstaklega ef þeir blandast feiti sem er versti óvinur fráveitukerfisins og sumir hella í vaska. Það sem skilar sér í fráveitukerfið getur endað sem rottufóður. Má bjóða þér ferð í undirheimana?

Það fer mikill kostnaður í að hreinsa skólpdælur og farga rusli úr hreinsistöðvunum sem á endanum skilar sér í fráveitugjöldunum sem við borgum öll. Klósettið er ekki ruslafata, notum það rétt!

Ekki eru allir jafn lánsamir með hreinlætisaðstöðu og við Íslendingar. Alþjóðlega klósettdeginum er ætlað að vekja athygli á því að 2,5 milljarðar jarðarbúa hafa ekki aðgang að almennilegu klósetti og stór hluti þeirra þarf að gera þarfir sínar undir opnum himni. Klósett og fráveitukerfi eru mikilvægur hluti af heilbrigðu samfélagi, því þar sem klósettmálin eru ekki í lagi er mikil hætta á smitsjúkdómum. Niðurgangur en ein helsta dánartíðni barna í löndum þar sem hreinlætisaðstöðu er ábótavant.

Eins er þetta mannréttindamál, því bent er á að konur eru útsettari fyrir niðurlægingu og nauðgunum þar sem þær komast ekki á lokað klósett.

Hér má finna fullt af skemmtilegu og alvarlegu efni um klósett: http://www.unwater.org/worldtoiletday/.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert