Hvað af eftirtöldu er skylt að hafa á reiðhjóli?

mbl.is/Styrmir Kári

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varpar fram eftirfarandi spurningu á facebooksíðu sinni:

Notkun reiðhjóla sem farartækis hefur færst í aukana síðustu ár og er það til fyrirmyndar. Nokkuð virðist þó vanta upp á að hjólreiðamenn gæti þess að allur búnaður sé í lagi, hvað af eftirtöldu er skyldubúnaður á reiðhjóli?

1. Bremsa á afturhjóli
2. Bremsa á framhjóli
3. Rautt glitmerki að aftan
4. Hvítt glitmerki að framan
5. Glitmerki á fótstigi
6. Glitmerki á teinum hjóla
7. Hjálmur
8. Bretti
9. Ljósker að framan með hvítu/gulu ljósi
10. Ljósker að aftan með rauðu ljósi
11. Lás
12. Endurskinsvesti
13. Keðjuhlíf
14. Bjalla
15. Nagladekk eftir 1. nóvember

Svör óskast á facebooksíðu mbl.is eða facebooksíðu lögreglunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert