Jólamatnum bjargað með góðri veiði síðustu dagana

Gott veður var til rjúpnaveiða um nýliðna helgi.
Gott veður var til rjúpnaveiða um nýliðna helgi.

Rjúpnaveiðitímabilinu lauk á sunnudaginn en alls mátti veiða í 12 daga í ár. Fyrstu þrjár helgarnar veiddist lítið enda var veðrið afar óhagstætt. Um síðustu helgi var veðrið skaplegra og veiðin góð.

Elvar Árni Lund, formaður Skotveiðifélags Íslands, Skotvís, hafði heyrt hljóðið í nokkrum veiðimönnum sem náðu í jólamatinn og jafnvel eiga afgang fyrir vini og ættingja.

„Ég heyrði sögur frá sunnudeginum frá Austur- og Norðurlandi þar sem létti skyndilega til og þá var rjúpa á hverjum steini. Þá voru karlmenn og konur að ná í matinn. Á laugardag var verið að kroppa einn og einn fugl en skyggnið var lélegt og því erfitt að sjá fuglana þótt það hafi verið ljóst að rjúpan var á staðnum. Á sunnudag birti til og þá var rjúpa úti um allt.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert