Kviknaði í bíl á Höfðabakka

 Tilkynnt um eld í bifreið á Höfðabakka á þriðja tímanum í nótt. Bifreiðin var alelda er lögregla og slökkvilið komu að og urðu engin slys á fólki. 

Að loknu slökkvistarfi var bifreiðin flutt af vettvangi með Króki. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins er ekki vitað hvað olli því að kviknaði í bifreiðinni.

Skömmu fyrir klukkan eitt var bifreið stöðvuð í Grundarhverfi á Kjalarnesi en ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið bifreiðinni undir áhrifum fíkniefna. Hann er heldur ekki með ökuréttindi og hefur aldrei öðlast slík réttindi.

Um þrjúleytið var ökumaður stöðvaður í austurhluta borgarinnar en hann var undir áhrifum fíkniefna og áfengis við aksturinn. 

Um miðnætti var síðan annar ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði en hann var undir áhrifum fíkniefna auk þess sem hann var með fíkniefni á sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert