Með ólíkindum að engan sakaði

mbl.is

„Það var alveg með ólíkindum að engan sakaði,“ segir Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhards en mikið tjón varð þegar að 18 hjóla trukk­ur með stór­um tengi­vagni rann stjórn­laust frá Holta­görðum að verk­stæði Bern­h­ards við Vatnag­arða á þriðja tím­an­um í dag.

Að sögn Geirs rakst flutningabíllinn á þrjá bíla á bílastæði Bernhards og endaði á húsi fyrirtækisins. „Tjónið er töluvert. Hann heflaði klæðninguna á húsinu aðeins að utan og skemmdi hurðarstafi. Við skiljum ekki hvernig hann hitti á milli sumra bíla hjá okkur án þess að skaða þá en hann rakst á þrjá bíla. Því miður var einn bíll sem átti að vera afhentur í eftirmiðdaginn fyrir honum, en trukkurinn straujaði vinstri framhliðina á honum.“

Talið er að ökumaður flutn­inga­bíls­ins hafi gleymt að setja bíl­inn í hand­bremsu þegar hann staðnæmd­ist og yf­ir­gaf bif­reiðina. 

„Þetta er 50 tonna flykki sem sigldi frá Holtagörðum, keyrði eftir gangstéttinni, braut niður nokkur tré og fór svo yfir gangamótin þar sem hann lenti aftan á öðrum bíl og ýtti honum yfir gatnamótin. Svo fór hann inn á planið hjá Vatnagörðum 28 og svo hjá okkur á 26,“ segir Geir. 

Málið er nú í hönd­um trygg­inga­fé­laga sem vinna að því að meta tjónið. Geir telur að tjónið hlaupi á milljónum. „Það er þó blessun að tjónið hafi ekki orðið meira og ótrúlegt að það var ekki skráma á neinum einasta manni.“

Mannlaus trukkur olli miklu tjóni

Svona var umhorfs við Bernhard í dag.
Svona var umhorfs við Bernhard í dag. mbl.is
Hér má sjá bifreið sem skemmdist.
Hér má sjá bifreið sem skemmdist. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert