Spá 30-40 m/s í hviðum

Stykkishólmur
Stykkishólmur mbl.is/Styrmir Kári

Veðurfræðingur Vegagerðarinnar spáir heldur vaxandi sunnan- og suðaustan átt um landið vestanvert.  Á norðanverðu Snæfellsnesi má við þær aðstæður  reikna með hviðum staðbundið allt að 30-40 m/s frá því um hádegi og fram á kvöld.

Vegir eru að mestu auðir um allt land þó er hálka eða hálkublettir á nokkrum leiðum á Norðaustur- og Austurlandi þá aðallega inn til landsins.

Veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir næsta sólarhring:

Vaxandi suðlæg átt, 8-15 m/s um hádegi, en 15-20 á norðanverðu Snæfellsnesi. Súld eða dálítil rigning, en bjart með köflum N- og NA-til. Dregur hægt úr vindi á morgun, suðaustan 5-13 annað kvöld, en 13-18 með suðurströndinni. Hiti yfirleitt 3 til 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert