Spyr um athugun á trúnaðarbroti

Innanríkisráðuneytið.
Innanríkisráðuneytið. mbl.is/Eggert

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, hefur sent fjármálaráðherra skriflega fyrirspurn þar sem óskað er eftir svörum um athugun rekstrarfélags Stjórnarráðsins á trúnaðarbroti í innanríkisráðuneytinu.

Fyrirspurnin er í fimm liðum og er svohljóðandi:

  1. Var það niðurstaða athugunar rekstrarfélags Stjórnarráðsins, sem vísað var til í fréttatilkynningu frá innanríkisráðuneytinu 12. janúar sl., að trúnaðargögn vegna máls hælisleitandans Tonys Omos hafi einungis farið til þeirra aðila sem samkvæmt lögum áttu rétt á þeim? 
  2. Var rekstrarfélaginu veittur aðgangur að öllum gögnum frá innanríkisráðuneytinu sem óskað var eftir vegna athugunarinnar? 
  3. Var rekstrarfélaginu veittur aðgangur að tölvupósthólfi yfirstjórnenda innanríkisráðuneytisins? 
  4. Skoðaði rekstrarfélagið hið svokallaða opna drif ráðuneytisins þar sem trúnaðargögnin reyndust einnig vistuð og ef svo er, fannst minnisblaðið? 
  5. Var niðurstaða rekstrarfélagsins algerlega í samræmi við það sem innanríkisráðuneytið lýsti í tilkynningu á vef sínum 12. janúar sl.?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert