Stjörnuhrap og norðurljós

Ljósmynd/Helgi Guðmundsson

Náttúran getur verið ótrúlega falleg. Hér má sjá stjörnuhrap gegnum norðurljósabreiðu. Myndina tók Helgi Guðmundsson um tíuleytið sunnudagskvöldið 16. nóvember.

Bjarta stjarnan hægra megin á myndinni er Vega í stjörnumerkinu Hörpunni.
Vega er í 25 ljósára fjarlægð frá jörðu.

Stjörnumerkið sem lítur nokkurn veginn út eins og kross, þaðan sem stjörnuhrapið virðist stefna, er stjörnumerkið Svanurinn. 

Stjörnuhröp verða til þegar ryk- og/eða ísagnir, sem halastjörnur og smástirni hafa skilið eftir sig á leið í kringum sólina, brenna upp í lofthjúpi Jarðar, oftast í um 90-100 km hæð. Í sömu hæð eru norðurljósin algengust.

Græni liturinn í norðurljósunum stafar af jónuðum súrefnisatómum í um 100 km hæð. Rauði liturinn fyrir ofan er líka örvað súrefnið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert