Stofna öldungaráð í Hveragerði

Frá Hveragerði.
Frá Hveragerði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar hefur samþykkt að skipa öldungaráð í bæjarfélaginu

·         Í samþykktum um ráðið kemur fram að öldungaráð sem skipað er með formlegum hætti af bæjarstjórn Hveragerðisbæjar muni vinna að málefnum aldraðra í Hveragerði samkvæmt lögum um málefni aldraðra.

·         Meginmarkmið með öldungaráði er að Félag eldri borgara í sveitarfélaginu hafi formlegan og milliliðalausan viðræðuvettvang við sveitastjórnarmenn um hagsmunamál sín.

·         Í öldungaráði eru rædd öll atriði sem varða hagsmuni eldri borgara í sveitafélaginu svo sem þjónusta sveitarfélagsins við eldri borgara, aðstaða félags eldri borgara og fjárhagsáætlun hvers árs hvað félag eldri borgara varðar.

Helstu markmið eru:

·         Öldungaráð stuðlar að skoðanaskiptum eldri borgara og kjörinna fulltrúa um stefnu og framkvæmd málefna eldri borgara í Hveragerði og að þeim verði framfylgt.

·         Öldungaráð stuðlar að heilbrigðri öldrun og sjálfstæðu lífi.

·         Öldungaráð stuðlar að aukinni samstöðu milli kynslóða til að skapa samfélag fyrir alla aldurshópa.

·         Öldungaráð leitast við að tryggja að aldraðir fái þá þjónustu sem þeir þarfnast.

·         Öldungaráð hefur að leiðarljósi markmið laga um málefni aldraðra.

·         Öldungaráð gerir tillögur til bæjarstjórnar um öldrunarmál.

·         Í samþykktunum kemur einnig fram að öldungaráð sé ekki framkvæmdaaðili, heldur beitir það sér fyrir að mál sem tekin eru fyrir hjá ráðinu séu framkvæmd af hálfu bæjarins.

·         Félag eldri borgara í Hveragerði mun tilnefna 3 fulltrúa í ráðið en bæjarstjórn hefur þegar skipað sína tvö fulltrúa þá Örn Guðmundsson og Gísla Garðarsson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert