Þurftu að grípa til vopna

mbl.is/Eggert

Lögreglunni á Ísafirði var í byrjun vikunnar tilkynnt um karlmann sem léti ófriðlega í húsi í bænum. Þegar lögreglumenn komu á staðinn mætti hann þeim vopnaður hnífi, lét öllum illum látum og gerði sig líklegan til þess að ráðast á þá.

Lögreglumennirnir gerðu tilraun til þess að yfirbuga manninn með kylfum og mace-brúsum samkvæmt heimildarmanni mbl.is á Ísafirði en urðu hins vegar frá að hverfa. Þeir náðu þá í byssu í lögreglubílinn í samráði við lögreglustöðina. Manninum var síðan tilkynnt um gjallarhorn að lögreglan hefði vopnast og kom hann í kjölfarið út úr húsinu óvopnaður og var handtekinn.

Lögreglan á Ísafirði vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.

Ísafjörður. Mynd úr safni.
Ísafjörður. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert