Útgáfa vegabréfa verður í Reykjavík

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum verður með aðalskrifstofu embættisins á Ísafirði og sýslumaðurinn á Vestfjörðum verður með aðalskrifstofu í Vesturbyggð.

Þórólfur Halldórsson, formaður Sýslumannafélags Íslands, verður sýslumaður á höfuðborgarsvæðinu frá 1. janúar nk. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að sýsluskrifstofurnar í Kópavogi og Hafnarfirði sameinist skrifstofu sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu á næsta ári.

Þegar ný lög um embætti sýslumanna og lögreglustjóra taka gildi 1. janúar verða ýmsar breytingar á starfsemi embættanna. Til dæmis færist öll innheimta á höfuðborgarsvæðinu til Tollstjórans í Reykjavík og vegabréfaþjónusta mun á næsta ári flytjast til sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert