Andlát: Þorkell Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti í Borgarfirði

Þorkell Fjeldsted.
Þorkell Fjeldsted.

Þorkell Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti í Borgarfirði, lést síðastliðinn þriðjudag eftir erfið veikindi, 67 ára að aldri. Þorkell stundaði um árabil netaveiðar í Hvítá og kom upp sögusafni um veiðarnar.

Þorkell var fæddur 28. ágúst 1947. Foreldrar hans voru Kristján S. Fjeldsted, bóndi í Ferjukoti, og Þórdís Þ. Fjeldsted, íþróttakennari og húsfreyja.

Þorkell var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri og síðan bóndi í Ferjukoti og á Ferjubakka frá 1970. Stundaði hefðbundinn búskap. Netaveiðar í Hvítá voru ríkur hluti af búskapnum og lagði Þorkell rækt við þær eins og forfeður hans höfðu gert.

Hann tók um árabil virkan þátt í félagsmálum í Borgarhreppi og Borgarfirði. Hann átti meðal annars sæti í hreppsnefnd Borgarhrepps og var formaður skólanefndar Varmalandsskóla. Hann var í mörg ár fréttaritari Ríkisútvarpsins og umboðsmaður fyrir Álafoss.

Eftirlifandi eiginkona Þorkels er Heba Magnúsdóttir. Þau eignuðust fimm börn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert