Átta fluttir á sjúkrahús

mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Átta, sjö farþegar og vagnstjóri strætó, voru fluttir á bráðamóttöku eftir að vagnstjórinn missti stjórn á vagninum í Garðabæ nú á tíunda tímanum. Enginn slasaðist alvarlega, að sögn Margeirs Sveinssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns.

Hann segir að slysið hafi  átt sér stað upp úr níu í morgun en strætisvagninum var ekið austur Garðahraun er ökumaðurinn missti stjórn á vagninum og ók honum þvert yfir gatnamótin, yfir vegrið og inn á geymslusvæði Sorpu þar sem vagninn stöðvaðist. 

„Þetta fór betur en á horfðist,“ segir Margeir en tjónið er óverulegt og engin starfsemi er hjá Sorpu á svæðinu heldur geymslusvæði sem enginn starfar á. Enginn er alvarlega slasaður heldur er fólkið í sjokki og fær aðstoð vegna þess, segir Margeir í samtali við mbl.is.

Ekki er vitað hvað olli því að bílstjórinn missti stjórn á vagninum en jafnvel rætt um hvort hann hafi fengið aðsvif undir stýri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert