Átti ekki fyrir veitingunum

Það er nauðsynlegt að eiga fyrir veitingum sem maður pantar …
Það er nauðsynlegt að eiga fyrir veitingum sem maður pantar sér á veitingahúsum. mbl.is/Styrmir Kári

Ölvaður maður var handtekinn á veitingahúsi í miðborginni um níuleytið í gærkvöldi en hann var búinn að fá afgreiddar veitingar sem hann gat ekki borgað fyrir.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni er maðurinn vistaður í fangageymslu þar til hægt verður að ræða við hann en hann hefur ítrekað verið kærður fyrir svipuð brot.

Lögreglan stöðvaði för bifreiðar á Laugaveginum á áttunda tímanum í gærkvöldi en ökumaðurinn var með opna bjórdós og hafði verið að drekka úr dósinni. 

Ökumaðurinn sagðist bara vera búinn að fá sér nokkra sopa og staðfesti öndunarsýni það.  Ökumanni var gert að hætta akstri og lykill bifreiðarinnar tekinn í vörslu lögreglu. Bifreiðin reyndist ótryggð og númer því klippt af.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert