Byggja upp jarðhitasvæði í Níkaragva

Albert Albertsson frá IG, Daniel Ortega, forseti Níkaragva, með mola …
Albert Albertsson frá IG, Daniel Ortega, forseti Níkaragva, með mola úr Holuhrauni, og Ragnheiður Elín Árnadóttir við undirritunina. Ljósmynd/Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið

Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu milli ENEL, orkufyrirtækis Níkaragva, og fyrirtækisins Icelandic Geothermal Power SE um þróun auðlindagarðs á jarðhitasvæðunum Masaya, Apoya og Mombacho.

Ritað var undir viljayfirlýsinguna við sama tækifæri og þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, skrifaði undir yfirlýsingu af hálfu Íslands um að efla samstarf við Níkaragva á sviði hagnýtingar endurnýtanlegra orkugjafa.

Áætlað virkjanlegt afl jarðhitasvæðanna er talið vera um 363 MW en til samanburðar er afkastageta Hellisheiðarvirkjunar 303 MW í rafmagni og 134 MW í varmaorku, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert