Eiturgufur í lofti

Ármann segir starfsmenn bílaverkstæða þenja ökutæki að nóttu til með …
Ármann segir starfsmenn bílaverkstæða þenja ökutæki að nóttu til með tilheyrandi hávaða og ónæði fyrir íbúa í nálægum húsum. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íbúar við Súðarvog í Reykjavík hafa kvartað undan efnamengun frá nýju sprautunarverkstæði í hverfinu en borgaryfirvöld hafa ekkert gert í málinu.

Ármann Reynisson rithöfundur býr í hverfinu. Hann segir mengunina rýra verðmæti íbúða. Ingrid Jónsdóttir leikkona býr í sömu götu. Hún segir mengunina bætast við annað nýtilkomið ónæði.

„Það gerði svo illt verra þegar borgaryfirvöld leyfðu í ársbyrjun sprautunarverkstæði að hefja starfsemi á jarðhæð í næsta húsi. Ef hér á að vera blönduð byggð er sú ákvörðun auðvitað forkastanleg. Það koma eiturgufur inn í íbúðina mína og reglulega kemur upp lakklykt úr niðurföllum hjá mér. Ef eldfim efni eru sett út í niðurfallið hlýtur það að vera stórhættulegt,“ segir Ingrid í umfjöllun um mál íbúa við Súðarvog í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert