„Hefði átt að vera löngu búin að þessu“

Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata.
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata. mbl.is/Rósa Braga

„Það er okkur mikill léttir að hún segi af sér áður en við þurfum að leggja fram vantraust á hana. Eins og við höfðum greint frá stóð það til um leið og skýrsla umboðsmanns Alþingis lægi fyrir í málinu. Það var aðallega af tillitssemi við aðra þingmenn enda höfðum við fyrir löngu tekið okkar afstöðu.“

Þetta segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingflokksformaður Pírata, í samtali við mbl.is vegna frétta af því að Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hafi ákveðið að segja af sér ráðherradómi vegna lekamálsins svokallaðs.

Helgi segir að Pírötum sé létt að þurfa ekki að taka slag um vantraust á Hönnu Birnu enda væri það eitthvað sem ekki ætti að þurfa að grípa til. „Hún hefði náttúrlega átt að vera löngu búin að þessu.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert