Komið að ögurstundu í viðræðunum

„Annað hvort gerist eitthvað þannig að efnislegar viðræður skili árangri eða það slitnar uppúr,“ segir Þórarinn Sigurbergsson, tónlistarkennari, komið sé að ögurstund í deilunni við sveitarfélögin og að hann og aðrir kennarar geti ekki hugsað sér að snúa aftur til starfa við kjörin sem í boði séu.

Tónlistarkennarar fjölmenntu í hádeginu í dag í höfuðstöðvar Sambands íslenskra sveitarfélaga í Borgartúni þar sem stjórn sambandsins fundaði. Afhentu þeir Halldóri Halldórssyni ályktun þar sem stjórnin er hvött til að veita samninganefnd sveitarfélaganna rýmra umboð í samningaviðræðunum við tónlistarkennara sem hafa verið í verkfalli í rúmar fjórar vikur.

Halldór tók við ályktuninni og hvatti aðila samninganefndanna til að sitja við samningaborðið þar til að málinu ljúki svo tónlistarkennarar geti snúið aftur til sinna starfa.

mbl.is var í Borgartúni í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert