Nánast eldsneytislaus við lendingu

Kulusuk
Kulusuk Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Betur fór en á horfðist í gærkvöldi er Cessna-flugvél var snúið við á leið sinni frá Grænlandi til Íslands en óttast var að eldsneyti vélarinnar dygði ekki. Mikill viðbúnaður var hér á landi en vélin lenti heilu og höldnu í Kulusuk. Þá var einungis eftir eldsneyti fyrir fimm mínútna flug til viðbótar.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni voru tveir um borð í flugvélinni sem er sex manna tveggja hreyfla af Cessna-gerð. Flugmennirnir tilkynntu vandræði sín klukkan 18:15 en mikill mótvindur var á leiðinni og því gekk hraðar á eldneytisbirgðir vélarinnar en venjan er. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór strax í loftið og eins var viðbúnaður á Keflavíkurflugvelli. Það var síðan klukkan 18:28 sem ákveðið var að snúa vélinni aftur til Grænlands og lenti hún heilu og höldnu í Kulusuk klukkan 19:35 og að sögn varðstjóra hjá Landhelgisgæslunni mátti ekki tæpara standa því einungis var eftir eldsneyti fyrir fimm mínútna flug til viðbótar.

Mynd af mælaborði Cessna flugvélar
Mynd af mælaborði Cessna flugvélar Af vef Cessna
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert